fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Nýtt smit var að greinast tengt útskriftarveislunni frá síðustu helgi – Allar í sóttkví í Árbænum

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 28. júní 2020 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmaður í kvennaliði Fylkis fékk staðfest smit af COVID-19 greint í dag. Þetta fékk 433.is staðfest úr herbúðum Fylkis fyrir stundu.

Umræddur leikmaður var gestur í útskriftarveislu fyrir rúmri viku en frá þeirri veislu hafa nú fjögur smit greinst. Fyrst greindist leikmaður kvennaliðs Breiðabliks um miðja vikuna.

Leikmaður í meistaraflokki karla Stjörnunnar greindist svo með smit á föstudag en hann var einnig gestur í sömu veislu.

Allt kvennalið Fylkis er nú farið í sóttkví vegna málsins og er smitrakning í gangi. Fylkir mætti Þrótti á þriðjudag og var umræddur leikmaður í hópi liðsins þann dag.

Uggur er í knattspyrnuheiminum en Fylkir er þriðja liðið í efstu deild kvenna sem fer í sóttkví, áður höfðu Breiðablik og KR verið send í tveggja vikna sóttkví vegna smits hjá leikmanni Breiðabliks. Karlalið Stjörnunnar er eina liðið sem er í sóttkví.

Þá eru leikmenn í HK og fleiri liðum í sóttkví eftir að hafa átt samskipti við smitaðan einstakling.

Fjögur staðfest smit tengjast nú þessari útskriftarveislu en starfsmaður at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins greind­ist með veiruna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu