Liverpool er Englandsmeistari árið 2020 eftir leik Chelsea og Manchester City í gærkvöld. Það hefur lengi legið í loftinu að Liverpool yrði meistari en liðið hefur aðeins tapað einum leik í deildinni. Manchester City þurfti að vinna Chelsea í gær til að tefja enn frekar en liðið tapaði 2-1 á Stamford Bridge.
Þetta er fyrsti sigur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann síðast árið 1990 þegar úrvalsdeildin var ekki stofnuð. Liverpool er með 86 stig á toppi deildarinnar, 23 stigum á undan City sem vann titilinn í fyrra. Afrek Liverpool er magnað en sjö umferðir eru eftir af deildinin
Liveprool varð síðast enskur meistari fyrir 11.016 dögum, biðin hefur því verið löng. Stuðningsmenn Liverpool á Íslandi fögnuðu ákaft í gærkvöld eins og sjá má í samantekt hér að neðan.
@GummiFel fæddist í apríl 1990. 20 dögum síðar urðu @LFC meistarar. Guðmundarson fæddist 13 júní og þann 25. urðu Liverpool meistarar. Tilviljun? Held ekki. En bíðum ekki svona lengi næst 🍾🎉 #ynwa #afatwitter pic.twitter.com/slMcmeKazu
— Felix Bergsson (@FelixBergsson) June 25, 2020
Ég var ekki fædd þegar Liverpool voru meistarar síðast. Þvílík þrautseigja❤️ Til hamingju allir og sérstaklega sá sem ól mig upp sem Liverpool aðdáanda @sigurbjornsson 💪🏼 #YNWA
— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) June 25, 2020
Það er auðvelt að vera með banter, það er auðvelt að vera fyndinn á Twitter eða í persónu.
En mig langar að óska öllum Liverpool aðdáendum til hamingju með sigurinn í deildinni og til hamingju með að hafa þennan mann í brúnni.
Orðið verðskuldað nær eiginlega ekki utan um þetta. https://t.co/7fPdlJZFyH
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) June 25, 2020
Jurgen Klopp er stórkostleg fyrirmynd. Ef allir karlar, ekki síst þeir valdamiklu, væru svona opnir með tilfinningar sínar væri heimurinn svo miklu betri. Hlýtt knús og grátur er styrkur. #YNWA
— Birna Anna (@birnaanna) June 26, 2020
Góðan dag! Bítið á Bylgjunni kl 06:50-10:00
Posted by Gulli Helgason on Thursday, 25 June 2020
Svona kvöld! YNWA❤️🏆
Posted by Gulli Helgason on Thursday, 25 June 2020
Bara í sólarhring svo slaka ég á 🙂
Posted by Einar Bardarson on Thursday, 25 June 2020
Finally! Congratulations my dear boys and Klopp and to us all! Lets all remember to keep walking on with hope in our hearts! #YNWA pic.twitter.com/lADvH4tT4r
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) June 25, 2020
Fékk sms frá pabba. Svona eins og þegar hann lét mig vita af evrópsku mörkunum eftir 11 fréttir in the early 90s. „Björn, MÖÖÖÖRK“. Og ég kom hlaupandi niður. Nema, núna sagði hann, „Til hamingju, loksins orðnir meistarar. Verðskuldað.“ Er í tárum.
You’ll never walk alone.❤️
— Björn Teitsson (@bjornteits) June 25, 2020