fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Fjöldi Íslendinga á leið í sóttkví eftir að íslensk knattspyrnukona greindist með COVID-19

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. júní 2020 17:48

Fréttablaðið/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag greindist íslensk knattspyrnukona í efstu deild með jákvætt sýni í COVID-19 sýnatöku. Hún kom til landsins 17. júní sl. og reyndist sýnataka á landamærum neikvæð. Síðar kom í ljós að hún hafði verið í nánd við smitaðan einstakling erlendis og fór því aftur í sýnatöku. Sú sýnataka reyndist jákvæð. Sem stendur er hún einkennalaus.

Fótbolti.net segir frá því að um sé að ræða hina ungu og efnilegu Andreu Snæfeld Hauksdóttir. „Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur hún nú greinst með Covid-19 en þar sem málið er kom upp í dag,“ segir í frétt vefsins.

433.is hefur fengið staðfest að Andrea fór í skimun á Keflavíkurflugvelli en fékk þar próf um að hún væri ekki með smit. Hún fékk svo fréttir af smituðum einstaklingi sem hún hafði umgengist í Bandaríkjunum. Hún fór aftur í próf eftir þær fréttir og fékk þar staðfest smit.

Breiðablik vinnur nú í því að greina hverja umræddur leikmaður hitti en markmannsþjálfari og styrktarþjálfari Breiðabliks starfa bæði með karla og kvennaliði félagsins.

Andrea lék með Breiðablik í sigri á KR á þriðjudag og þarf allt lið KR að fara í sóttkví auka allra sem komu nálægt vellinum á þriðjudag.

Allir sem hafa verið útsettir fyrir smiti í samskiptum við hana síðastliðna tvo sólarhringa þurfa að fara í sóttkví í 14 daga. Smitrakning er í gangi en ljóst er að margir þurfa að fara í sóttkví. Málið er í vinnslu og frekari upplýsinga er að vænta á morgun.

Ljóst er að þetta smit setur efstu deild kvenna í uppnám og möguleiki er á því að fjöldi starfsmanna og leikmanna í karlaliði Breiðabliks gæti farið í sóttkví.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United skoðar ungstirni sem er líkt við Pogba og Bellingham

United skoðar ungstirni sem er líkt við Pogba og Bellingham
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Afturelding landaði Benjamin Stokke á lokadegi gluggans

Afturelding landaði Benjamin Stokke á lokadegi gluggans
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Enginn áttaði sig á því að þjóðþekktur maður sat í miðbænum og glamraði á gítar

Enginn áttaði sig á því að þjóðþekktur maður sat í miðbænum og glamraði á gítar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Situr undir hótunum frá hátt settum aðilum eftir að hafa sagt frá spillingu sem tengdist sjónvarpssamningi

Situr undir hótunum frá hátt settum aðilum eftir að hafa sagt frá spillingu sem tengdist sjónvarpssamningi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Var talinn á leið til Manchester en gæti nú endað í Liverpool

Var talinn á leið til Manchester en gæti nú endað í Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Danskur kantmaður í raðir Víkings

Danskur kantmaður í raðir Víkings
433Sport
Í gær

Stórtíðindi úr Vesturbænum

Stórtíðindi úr Vesturbænum
433Sport
Í gær

Tekur á sig launalækkun og hafnar því að fá yfir helmingi meira í Sádí

Tekur á sig launalækkun og hafnar því að fá yfir helmingi meira í Sádí