Liverpool var í engum vandræðum með lið Crystal Palace í gær en leikið var á Anfield. Liverpool vann öruggan heimasigur á slöku Palace liði og skoraði fjögur mörk gegn engu.
Bæði Mo Salah og Sadio Mane komust á blað og skoruðu einnig þeir Fabinho og Trent Alexander Arnold.
Liverpool getur orðið enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár í kvöld ef Chelsea vinnur sigur á Manchester City.
Liverpool þarf aðeins tvö stig til viðbótar ef City heldur áfram sigurgöngu sinni. City og Liverpool mætast í næstu umferð og þar gæti Liverpool orðið meistari ef City vinnur á Stamford Bridge í kvöld.
Liverpool hefur lengi beðið eftir því að fá þann stóra aftur á Anfield og hann gæti komið í kvöld þegar leikmenn eru heima í sófanum.