Borussia Dortmund hefur sett 117 milljóna punda verðmiða á Jadon Sancho ef hann á að fá að fara í suar.
Enski kantmaðurinn er tvítugur og hefur slegið í gegn hjá Dortmund en hugurinn leitar heim.
Sancho er sterklega orðaður við Manchester United en enska félagið þarf að finna 20 milljarða í veski sínu til að hafa efni á Sancho.
Þýska blaðið Bild fjallar um málið en um var að ræða metfé fyrir leikmann í enska boltanum.
Óvíst er hvort Manchester United eigi þessa fjármuni til vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi vegna kórónuveirunnar.