fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Slysagildran í Egilshöll – Búið að kvarta undan ástandinu í mörg ár

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. júní 2020 09:35

© 365 ehf / Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var öskuillur í gær eftir leik liðsins við Vængi Júpíters í Mjólkurbikar karla. Ástæðan er svo sannarlega ekki tap KR en liðið hafði betur örugglega með átta mörkum gegn einu.

Leikið var á gervigrasinu í Egilshöll en bæði KR og Vængirnir óskuðu eftir því að leikið yrði á KR-velli. KSÍ ákvað hins vegar að halda sig við Egilshöll sem varð til þess að hinn reynslumikli Gunnar Þór Gunnarsson meiddist.

Þjálfarar og leikmenn í fremstu röð á Íslandi hafa lengi bent á þá slysagildru sem grasið í Egilshöll eru, eldri leikmenn neita margir að taka þátt í leikjum sem þar fara fram.

„Grasið er komið til ára sinna og ég er búinn að missa tvo í alvarleg meiðsli. Það er að hluta til gervigrasinu að kenna. Ég myndi vilja færa leikina út og það er spáð góðu veðri og spila annaðhvort á Víkingsvelli eða Valsvelli,“ sagði Rúnar Kristinsson við Fréttablaðið í janúar þegar liðið var að fara að mæta Víkingi í úrslitum Reykjavíkurmótsins.

Emil Ásmundsson sleit krossband í Egilshöll í janúar og verður ekkert með KR í ár, nú fer Gunnar Þór Gunnarsson sömu leið. Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason fengu frí frá leiknum í janúar, Víkingur vildi ekki taka áhættu á að þessir reyndu leikmenn myndu meiðast.

Leikmenn og þjálfarar kvarta mest undan því að grasið sé ekki vökvað fyrir leik og þá er notkunin á því slík að skipta þyrfti um það á 2-3 ára fresti svo gæðin haldist í því. Leikmenn hafa í mörg ár kvartað undan þessu og ófá krossböndin hafa slitnað, takkar leikmanna festast í grasinu og krossbandið gefur sig.

„Hvað þurfa margir að slíta krossbönd til þess að það verði skipt um gras í Egilshöll? 3 leikir 2 krossbönd, ekki spenntur fyrir næsta leik,“ skrifaði Atli Sigurjónsson leikmaður KR árið 2014 en þá höfðu tveir leikmenn KR meiðst illa í höllinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“