Þrír leikmenn Paris Saint-Germain hafa greinst með Kórónaveiruna en þetta staðfesti félagið í kvöld.
PSG er byrjað að æfa á fullu eins og önnur frönsk félög þó að það sé búið að ljúka deildinni þar í landi.
Deildin var einfaldlega stöðvuð vegna COVID-19 og tryggði PSG sér deildarmeistaratitilinn í apríl.
Þessir þrír leikmenn eru ekki nafngreindir en þá er einnig einn starfsmaður liðsins með veiruna.
PSG á þó leiki framundan í franska bikarnum og hefst Meistaradeildin aftur í ágúst.