fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Reykjavíkurdætur og Emmsjé Gauti á sama svið

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 23. júní 2020 17:00

Frá hátíðinni í fyrra. Mynd/Brynjar Snær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innipúkinn verður haldinn í 19. sinn í miðborg Reykjavíkur um verslunarmannahelgina. Boðið verður upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, 31. júlí – 2. ágúst.

Listamenn sem hafa boðað komu sína á hátíðina eru Bríet, Emmsjé Gauti, Flóni, GDRN, gugusar, Hipsumhaps, krassasig, Mammút, Reykjavíkurdætur, Skoffín og Une Misére. Tilkynnt verður um fleiri listamenn á næstu dögum og vikum.

„500 manna hátíð“

Í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar segjir að eins og staðan sé núna í tengslum við heimsfaraldur Covid-19 verði í mesta lagi 500 miðar seldir á hverju kvöldi og hátíðarhöldum mun ljúka klukkan 23:00. „Við vinnum hátíðina innan þeirra reglna sem eru í gildi núna. Við vonumst til þess að einhverjar breytingar verði gerðar á reglum og að samfélagið verði í stakk búið til að taka á móti slíkum breytingum“ segir Ásgeir Guðmundsson framkvæmdarstjóri hátíðarinnar. Undanfarin ár hefur verið uppselt á hátíðina en nú þurfa skipuleggjendur að sníða sér stakk eftir vexti. „Eins og staðan er í dag verður Innipúkinn 500 manna hátíð,“ segir Ásgeir. Að sögn Ásgeirs er hátíðin með góða styrktaraðila sem gerir þeim kleift að halda hana.

Hátíðin í ár verður á Ingólfsstræti en ekki á Granda eins og undanfarin ár. Miðasala hefst í byrjun næstu viku á Tix.is. Forsala miða hefst fyrir meðlimi Sambandsins í Sambandsappinu á fimmtudaginn. Hægt er að kaupa helgarpassa á 8.990 krónur. Hann gildir alla helgina í Gamla bíó og á efri hæð Röntgen. Einnig er hægt að kaupa miða á stakt kvöld á 4.990 krónur. Einnig verður götudagskrá að deginum til og er hún opin öllum að kostnaðarlausu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“