fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fókus

Elton John: Eiturlyfin gerðu mig að skrímsli

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 12. nóvember 2017 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er góð manneskju en eiturlyfin gerðu mig að skrímsli,“ sagði Elton John í tilfinningaþrunginni þakkarræðu þegar hann tók við mannúðarverðlaunum Harvard-stofnunarinnar í Cambridge á dögunum. Verðlaunin fékk tónlistarmaðurinn fyrir framlag sitt í baráttunni gegn HIV-sjúkdómnum.

Í ræðunni sagði Elton John einnig: „Ekki kasta lífi ykkar á glæ. Ég kastaði lífi mínu á glæ en í dag er ég að bæta mér upp glataðan tíma.“ Hann sagðist hafa séð á eftir vinum deyja úr eyðni og iðrast þess að hafa ekki lagt baráttunni gegn eyðni lið svo miklu fyrr en hann gerði. Hann talaði einnig máli mannréttinda, sagði að efla þyrfti heilsugæslu fyrir þá sem minna mættu sín, huga að rétti innflytjenda og berjast gegn kynþáttafordómum og ofbeldi. „Ég heiti ykkur því að við getum breytt heiminum og þá byrjum við á því að viðurkenna að mannkynið er eitt,“ sagði hann.

Eiginmaður Elton John, David Furnish, mætti með honum á athöfnina en saman eiga þeir synina Zachary, sex ára, og Elijah, sem er fjögurra ára. Hinir ungu synir fá þrjú pund í vasapeninga á viku, eitt pund eiga þeir að setja í góðgerðarmál, eitt pund eiga þeir að setja í sparibaukinn og einu pundi mega þeir eyða. Zachary og Elijah þurfa að vinna fyrir þessum vasapeningum og hjálpa til í eldhúsinu og í garðinum. „Þeir eiga að læra hversu mikilvægt það er að vinna og afla sér eigin tekna,“ segir hinn stolti faðir Elton John.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Í gær

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið