fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Maður stal osti vegna hárrar verðlagningar – 26 útköll vegna gleðskapar

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 21. júní 2020 09:21

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls voru 97 mál skráð í dagbók lögreglu frá 17:00 – 05:00 í nótt og þar af voru 26 útköll hjá lögreglu vegna hávaða sem rekja mátti til gleðskapar, hávaða og tónlist í heimahúsum. Sex aðilar voru vistaðir í fangageymslu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Svona var nóttin hjá lögreglunni:

17:20    Fiskislóð, 101.  Afskipti höfð af manni vegna þjófnaðar / hnupls.  Maðurinn hafði reynt að stela osti en var stöðvaður er hann var að yfirgefa verslunina.  Maðurinn sagði að osturinn væri of dýr.

17:42    Tilkynnt um tvo menn í mjög annarlegu ástandi við Laugaveg, hverfi 101.  Mennirnir voru handteknir og færðir á lögreglustöð og síðan vistaðir sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

17:53    Tilkynnt um mjög ölvaðan mann við Laugaveg, hverfi 105.  Lögregla hafði skömmu áður haft afskipti af manninum og honum gefinn kostur á að fara heim sem hann gerði ekki.  Maðurinn var handtekinn vegna ástands og vistaður í fangageymslu lögreglu.

19:55    Laugavegur, hverfi 101.  Rafmagnshlaupahjóli ekið á 9 ára stúlku, áverki á fæti.  Tvær konur höfðu ekið 2 hjólum á Laugaveginum og hafði önnur þeirra ekið á stúlkuna.  Konurnar höfðu stöðvað en þegar þær heyrðu að búið væri að hringja í 112 hefðu þær ekið á brott.  Sjúkrabifreið kom á vettvang til að hlúa að stúlkunni og var hún sögð óbrotin aðeins marin.  Faðir stúlkunnar var á vettvangi.   Málið er í rannsókn.

20:19    Tilkynnt um þjófnað úr verslun við Laugaveg, hverfi 101.  Ölvaður maður kemur inn í verslunina og tekur peysu og gæru og gengur út.  Lögreglumenn ná manninum skömmu síðar og var hann með peysuna og gæruna.  Vettvangsskýrsla fyllt út og vörum skilað í verslunina.

Uþb. klst. síðar  kl. 21:12  hefur lögregla aftur afskipti af manninum þar sem hann er  að stela úr verslun.  Maðurinn var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls / sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

20:57    Tilkynnt um mann í annarlegu ástandi til vandræða í hverfi 107.  Lögregla hafði afskipti af manninum sem sagðist hafa verið að nota fíkniefni og áfengi.  Lögreglumenn óku manninum heim en hann hafði enga lykla að heimilinu og sagðist ekki þurfa frekari aðstoð.  KL. 21:46  er aftur tilkynnt um manninn vera gangandi  á Hringbrautinni.  Maðurinn var handtekinn og vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

23:40    Bifreið stöðvuð í hverfi 101.  Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna + áfengis og akstur án gildra ökuréttinda.

00:30    Afskipti höfð af ofurölvi manni akandi Vespu við Suðurlandsbraut, hverfi 105.  Maðurinn er kærður fyrir bann við ölvunarakstri og akstur án réttinda þ.e. sviptur ökuréttindum.    Vespan / létt bifhjól er afskráð og því ótryggð.   Maðurinn var ekki með nein skilríki og gat illa gert grein fyrir sér.  Hann var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.  Maðurinn var með stórt hátalarabox meðferðis  en skömmu áður hafði verið kvartað þarna nærri  um hávaða frá manni með stórt hátalarabox.

03:32    Bifreið stöðvuð í hverfi 101.  Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.

Stöð 2 Hafnarfjörður-Garðbær-Álftanes

 23:07    Kona bitin af hundi, Hafnarfjörður, vellir 221.  Hundurinn mun hafa bitið konuna í framhandlegg en hún náði að hrista hundinn af sér.  Skömmu síðar kom eigandi hundsins og tók hundinn.  Konan var búin að fara til læknis og virðist bitið ekki náð að valda skaða.  Í upphafi komu tveir krakkar til konunnar þar sem þau voru hrædd við stóran svartan hund sem var laus.

Stöð 3 Kópavogur og Breiðholt.

 23:53    Bifreið stöðvuð í Breiðholti, 111.  Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

02:26    Bifreið stöðvuð í Breiðholti, 109.  Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum  áfengis + fíkniefna og ítrekaðan akstur án réttinda þ.e. hefur aldrei öðlast ökuréttindi.

Stöð 4 Grafarvogur-Mosfellsbær-Árær.

 22:31    Afskipti höfð af manni í hverfi 110 vegna vörslu fíkniefna og slagsmála.

23:00    Bifreið stöðvuð á Vesturlandsvegi, 110.  Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

01:01    Bifreið stöðvuð í hverfi 113.  Fíkniefnalykt í bifreiðinn en ökumaður í lagi.  Farþegi í bifreiðinni kærður fyrir vörslu fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla