Annar stór jarðskjálfti reið yfir klukkan 19.26 í kvöld, og á hann sér sömu upptök og skjálftinn fyrr í dag um 20 km NA af Siglufirði, sem mældist 5.3 að stærð.
Er skjálftinn í kvöld sagður 5.6 að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands.
Annar minni, samt yfir 5 að stærð, hafði riðið yfir klukkan 19.06.
Hefur DV heimildir fyrir því að hlutir hafi fallið úr hillum og brotnað við hristinginn á Akureyri undir kvöld og skjálftinn hafi staðið lengur yfir en í dag.
Þá fann fólk skjálftann alla leið vestur á Ísafirði, en ekki voru komnar tilkyningar að skjálftinn í dag hefði fundist á Vestfjörðum.