fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Ungur hrinti hann fyrrverandi kærustu niður stiga og sparkaði í andlit liggjandi manns

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 19. júní 2020 15:00

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var í dag dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa annars vegar beitt fyrrverandi kærustu sína ofbeldi og hins vegar beitt mann ofbeldi á skemmtistað. í dómnum var tekið mark á því að hann hefði veriðnungur að árum þegar að brotin áttu sér stað og að hann hafi játað sakir sínar.

Í dómnum kemur fram að fyrra málið varðaði manninn og fyrrverandi kærustu hans. Þau höfðu verið kærustupar árin 2015 og 2016, þá 16-17 ára gömul. Þau hefðu síðan hist fyrir tilviljun í maí árið 2018 og þá hafi umrætt ofbeldi átt sér stað. Fram kemur að ofbeldið hafi farið fram á nokkrum stöðum. Til dæmis í stigagangi, í bifreið og utandyra. Í dómnum segir:

„M.a. ýtt henni niður tröppur í stigagangi, tekið hana hálstaki, ítrekað slegið hana með flötum lófa og kýlt hana með krepptum hnefa í andlit og höfuð, ýtt henni á tröppur, rifið í hár hennar og haldið henni um hnakkasvæðið, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut eymsli yfir hægra gagnauga, eymsli á framan-og aftanverðum hálsi, eymsli á hægrihlið brjóstkassa, eymsli beggja vegna kinnbeina, þar sem greina mátti bólgu og byrjandi mar vinstra megin, tognun og ofreynslu á hálshrygg, mar á framarmi, auk yfirborðsáverka á bol og á höfði.“

Sparka í andlit hans og líkama manns fyrir utan skemmtistað

Seinna brotið átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn H30 í Reykjanesbæ. Þar hafi maðurinn ásamt óþekktum aðila ráðist að öðrum manni. Ofbeldinu er lýst á þennan hátt í dómnum:

„Með því að kýla og sparka í andlit hans og líkama þar sem hann lá í jörðinni, með þeim afleiðingum að var helaumur yfir vinstri síðu, hlaut bólgur í andliti, mar og bólgu í kringum vinstra auga, brot á nefbeini og brot á kinnbeini sem náði upp í augntóft.“

Seinasta lýsinginn, er varðar „brot á nefbeini og brot á kinnbeini sem náði upp í augntóft“ var reyndar tekin til baka af ákæruvaldinu.

Ekki með hreint sakavottorð

Sá sakfelldi var ekki með hreint sakavottorð. 11. september 2018 var hann dæmdur í 28.000 króna sektargreiðslu fyrir eignaspjöll og 3. desember 2019 hlaut hann 30 daga hegningarauka fyrir þjófnað og var refsing skilorðsbundin í tvö ár. Brotin sem ákærði var nú sakfelldur fyrir voru framin fyrir uppkvaðningu hins dómsins og hafði því fyrri dómurinn ekki áhrif.

Maðurinn játaði brot sín og krafist þess að fá vægustu mögulegu refsingu. Tekið var mið af aldri mannsins þegar að brotin áttu sér stað og játningu hans. Þá sagðist hann einnig hafa „snúið við blaðinu og horfið af braut afbrota.“ Líkt og áður kom fram hlaut hann tveggja ára skilorðsbundin dóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gufunesmálið: Matthías neitar sök en harmar að hafa dregist inn í atburðarásina – Biður fjölskyldu Hjörleifs afsökunar

Gufunesmálið: Matthías neitar sök en harmar að hafa dregist inn í atburðarásina – Biður fjölskyldu Hjörleifs afsökunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir