fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Ótrúlegt myndband af björgun manns í sjálfheldu við Skálavík

Heimir Hannesson
Föstudaginn 19. júní 2020 14:21

mynd/skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landhelgisgæslan aðstoðaði í gær lögreglu og björgunarsveitarfólk á norðanverðum Vestfjörðum við leit að göngumanni sem hafði villst við Skálavík, vestan við Bolungarvík. Kom á daginn að göngumaðurinn hafði lent í sjálfheldu og fannst hann rétt fyrir klukkan sex í morgun. Maðurinn hafði hrasað og var með minniháttar áverka á höfði.

Segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni að „[l]ögreglan á Vestfjörðum hafi óskað eftir aðkomu áhafnar varðskipsins Þórs, sem var statt í 28 sjómílna fjarlægð frá Skálavík, og þyrlusveitar laust eftir klukkan 23 í gærkvöld. Þyrlan hóf leit á svæðinu klukkan 00:45 og varðskipið Þór sigldi grunnt meðfram ströndinni frá Galtavita og alla leið að Bolungarvík og svo til baka í Skálavík þar sem leitað var í hlíðinni.“

Hitamyndavél um borð í þyrlum Landhelgisgæslunnar lék lykilhlutverk í leit að manninum. Segir Ásgeir Erlendsson, fjölmiðlafulltrúi Landhelgisgæslunnar að það hafði reynst erfitt að sjá manninn með berum augum.

Laust fyrir kl 6 í morgun hafi áhöfn TF-EIR fundið manninn í klettum við Skálavík. Var hann hífður um borð og flogið með manninn til Ísafjarðar þar sem hann var skoðaður af lækni.

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá atburðarrásina um borð í TF-EIR snemma í morgun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þór í hálfgerðu áfalli eftir gærkvöldið

Ólafur Þór í hálfgerðu áfalli eftir gærkvöldið