fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Íbúi í Rimahverfi um Gluggaperrann: „Hann á bara heima á stofnun“

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 16. júní 2020 15:10

Frá leikvellinum í Rimahverfi rétt hjá íbúð mannsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV sagði fyrr í dag frá ákæru á hendur manns í Rimahverfi Grafarvogs vegna ætlaðra blygðunarsemisbrota gegn börnum. DV sagði fyrst frá málinu þegar umræður spunnust á Facebook síðu íbúa Rimahverfis um athæfi mannsins.

Atli Rúnar er íbúi í hverfinu og segir gott að málið sé nú komið í ferli, enda langur aðdragandi að því. Á hljóði Atla að dæma er ljóst að íbúar eru langþreyttir á málinu og hafa nokkrir þeirra þegar gripið til aðgerða. Búið sé að líma svarta plastpoka yfir glugga mannsins og hafa þeir fengið að standa óhreyfðir síðan fyrir síðustu helgi.

Ekki vongóður um stórkostlegar breytingar

Atli segist þó ekki búast við að neitt breytist með ákærunni, enda maðurinn þegar margdæmdur fyrir samskonar brot. „Hann er auðvitað búin að stunda þetta lengi og sitja inni fyrir þetta og lítil ástæða til að ætla að það breytist nú,“ segir Atli. „Það stoppar hann ekkert. Það þyrfti að loka þennan mann inná viðeigandi stofnun. Aðeins þannig má ætla að maðurinn fái viðeigandi aðstoð.“

„Íbúar hafa ekki samhæft aðgerðir sínar gegn manninum, en svörtu pokarnir eru einu aðgerðirnar sem ráðist hefur verið í hingað til. Áður fyrr tíðkaðist að öskra á manninn, ógna honum og rúður voru brotnar hjá honum. Við höfum brýnt það fyrir börnum okkar að halda ró sinni og brjóta ekki af sér. Í sama fjölbýlishúsi og maðurinn búa fjölskyldur sem slíkt bitni ekki síður á,“ segir Atli.

Þess heldur hafa íbúar reynt að ná myndum af brotum mannsins eins og lögreglan hefur bent þeim á að gera. Það styrki stöðu þeirra í löglegu ferli sem Atli segir íbúa vilji fara.

Með getnaðarliminn öfugu megin við gardínurnar

Maðurinn varði eigin hegðun árið 2013 og sagði hana eðlilega. „[Þetta er] mjög eðlileg hegðun og að allir gerðu svona. Hann gæti ekki að því gert að einhverjum börnum þætti þetta ógeðslegt. Það kæmi þeim ekki við hvað hann gerði á sínu heimili.“

Atli segir þetta fjarri raunveruleikanum enda hafi hann sjálfur orðið vitni að því nýlega þegar hann stóð við svalahurð sinni nakin að neðan og getnaðarlimur mannsins öfugum megin við gardínurnar. „Mátti litlu muna að hann væri farinn að banka í gluggann,“ segir Atli.

Atli segir engan endi góðann í svona málum. „Við viljum ekki að maðurinn fari eitthvert annað og haldi áfram brotum sínum þar. Meðan hann er hér vita íbúar þó af honum og geta gert ráðstafanir. Markmið okkar er fyrst og fremst að hann leiti sér aðstoðar og láti af þessari hegðun.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns