fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Bíllinn endaði ofan í en veiðin hættir ekki

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 15. júní 2020 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bíll sem var notaður í veiðiferð í Miðfjarðará lenti ofan í vatninu líkt og sjá má á mynd sem veitingamaðurinn Nuno Alexandre Bentim Servo birti á Facebook-síðu sinni.

Í samtali við DV sagði Nuno að ekki væri um sinn bíl að ræða, heldur hefði ónefndur eigandi lent í þessu. Hann segir þó að atvikið hafi verið mjög saklaust.

Þeir ætli þó ekki að láta þetta skemma ferðina og ætla að halda ótrauðir áfram við veiðar. Nuno segir að bíllinn sé óökuhæfur og að líklega sé vél bílsins ónýt.

Nuno viðurkennir að sjálfur hafi hann lent í þessu tvisvar, þess vegna hafi hann ákveðið að deila myndinni. Hann segir það sérstaklega svekkjandi að lenda í þessu þegar maður á eftir að fá sopa af áfengi.

„Þetta er leiðinlegt, það versta við þetta þegar að ég lenti í þessu var að maður var ekki búinn að fá sér dropa af áfengi.“

Atvik þetta minnir óneitanlega á kvikmyndina Síðasta Veiðiferðin sem er sýnd í kvikmyndahúsum um þessar mundir. Í þeirri mynd gerast hlutir sem eru verulega líkir þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“