fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Sérstakri flík stolið úr starfsmannapartíi Lýsis – Meintur þjófur með gifs

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 15. júní 2020 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veislugestir í starfsmannapartíi hjá Lýsi, sem fram fór um helgina, fengu leiðinlegar fréttir. Teitið fór fram í veislusalnum Ægisgarði sem er úti á Granda, en þar virðist þjófur hafa farið á stjá og stolið nokkrum verðmætum. Veislugestirnir komust að því undir lok kvölds að einhver verðmæti, sem geymd höfðu verið í fatahengi staðarins, voru hvergi sjáanleg.

Ingólfur Ólafsson greindi frá þessu á Facebook-hóp Vesturbæinga. Hann sagði að atvikið væri leiðinlegt og biðlaði til fólks að láta vita hefði það einhverjar upplýsingar um málið.

Með gifs á vinstri úlnlið

Í samtali við DV sagði Ingólfur að einn maður væri grunaður. Sá hefði komið á staðinn stuttu áður en upp komst um hvarfið og beðið um að hringt væri á leigubíl. Því var fylgt eftir. Hann hafi verið eini utanaðkomandi einstaklingurinn sem kom á staðinn svo vitað sé til.

„Þetta var eini einstaklingurinn sem við vitum um sem var á staðnum fyrir utan okkur. Því grunar okkur að þetta sé sá seki.“

Ingólfur segist hafa fengið upplýsingar um að Lögregla viti hver maðurinn sé. Sjónarvottur lýsti manninum sem ungum og íslenskum karlmanni. Það var þó eitt smáatriði sem gæti orðið meintum þjófi að falli, en hann var með gifs á vinstri úlnlið.

Sérstökum jakka Ingólfs stolið

Ingólfur upplýsti um að nokkrir hlutir hefðu horfið, til að mynda nokkrir lyklar og flíkur. Ein þessara flíka var auðþekkjanlegur jakki Ingólfs, en á honum er stórt rautt merki á bakinu auk þess ber hann þónokkrar nælur og önnur merki.

„Sem betur fer var ég ekki með nein verðmæti í jakkanum, en hann hefur tilfinningalegt gildi, búinn að fylgja manni í næstum því áratug.“

Sem betur fer segir Ingólfur að veislugestum hefði tekist að láta þetta ekki eyðileggja kvöldið og sem betur fer hafi skemmtunin nánast verið búin. Ingólfur segist hafa orðið var við auknar tilkynningar um þjófnað á Facebook-hópum og öðru eins undanfarið. Hann segir að mögulega hafi slíkt aukist í kjölfar heimsfaraldursins.

Að lokum segist Ingólfur vonast til þess að öllum takist að endurheimta eignir sínar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Dóra Björt hætt við: „Þetta hefur valdið meiri skjálfta innan flokksins en ég hefði viljað”

Dóra Björt hætt við: „Þetta hefur valdið meiri skjálfta innan flokksins en ég hefði viljað”
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Svangur og ósáttur eftir samlokukaup á Grill66 – „Það er eins og skinkan og kálið vilji ekki vera þarna“

Svangur og ósáttur eftir samlokukaup á Grill66 – „Það er eins og skinkan og kálið vilji ekki vera þarna“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir meinta Gilgo-raðmorðingjann Rex Heuermann

Góð tíðindi fyrir meinta Gilgo-raðmorðingjann Rex Heuermann
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla