Kári Stefánsson segir að sér hafi fundist erfitt að horfa á ,,Last Dance”, sjónvarpsþættina um Chicago Bulls og Michael Jordan. Ástæðan sé sú að Jordan sé uppáhaldskörfuboltamaður Kára, en þættirnir opinberi leiðinlega persónuleikaþætti Jordans.
,,Mér finnst hann alveg ótrúlega óaðlaðandi einstaklingur í þessum þáttum…hann er að berja fólk í kringum sig og svívirða það,” segir Kári meðal annars í viðtali við Sölva Tryggvason í podcasti Sölva
Kári bjó í Chicago þegar Michael Jordan kom þangað og tók yfir heiminn og segir lítinn vafa á því að Jordan sé besti körfuboltamaður allra tíma. Kári hefur hins vegar sterkar skoðanir á því hvernig Jordan kemur fyrir í þáttaseríunni. Hins vegar sé ólíklegt að hægt sé að ná svona langt á tilteknu sviði án þess að að vera ósvífinn og koma jafnvel illa fram við fólk í kringum sig.
Kári segir jafnframt að það læðist að honum sá grunur að bestu körfuboltamenn heims í dag hafi fengið kemíska hjálp, þar sem þeir séu orðnir það mikið stærri og þyngri en þeir voru fyrir nokkrum áratugum.
Viðtal Sölva við Kára má sjá hér:
https://www.youtube.com/watch?v=ccARnyfPG2g&t=4601s