fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Kári Stefánsson – Michael Jordan er ótrúlegur fantur og siðblindingi

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 15. júní 2020 10:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson segir að sér hafi fundist erfitt að horfa á ,,Last Dance”, sjónvarpsþættina um Chicago Bulls og Michael Jordan. Ástæðan sé sú að Jordan sé uppáhaldskörfuboltamaður Kára, en þættirnir opinberi leiðinlega persónuleikaþætti Jordans. 

 

,,Mér finnst hann alveg ótrúlega óaðlaðandi einstaklingur í þessum þáttum…hann er að berja fólk í kringum sig og svívirða það,” segir Kári meðal annars í viðtali við Sölva Tryggvason í podcasti Sölva

 

Kári bjó í Chicago þegar Michael Jordan kom þangað og tók yfir heiminn og segir lítinn vafa á því að Jordan sé besti körfuboltamaður allra tíma. Kári hefur  hins vegar sterkar skoðanir á því hvernig Jordan kemur fyrir í þáttaseríunni. Hins vegar sé ólíklegt að hægt sé að ná svona langt á tilteknu sviði án þess að að vera ósvífinn og koma jafnvel illa fram við fólk í kringum sig.

 

Kári segir jafnframt að það læðist að honum sá grunur að bestu körfuboltamenn heims í dag hafi fengið kemíska hjálp, þar sem þeir séu orðnir það mikið stærri og þyngri en þeir voru fyrir nokkrum áratugum. 

 

Viðtal Sölva við Kára má sjá hér: 

 

https://www.youtube.com/watch?v=ccARnyfPG2g&t=4601s

Viðtalið á Spotify 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir meinta Gilgo-raðmorðingjann Rex Heuermann

Góð tíðindi fyrir meinta Gilgo-raðmorðingjann Rex Heuermann
Fréttir
Í gær

Ásakanir um einelti á árshátíð laganema í HR – „Þetta var mjög niðurlægjandi“

Ásakanir um einelti á árshátíð laganema í HR – „Þetta var mjög niðurlægjandi“
Fréttir
Í gær

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla
Fréttir
Í gær

Þórhallur deilir nýju verkefni með barnslegri gleði

Þórhallur deilir nýju verkefni með barnslegri gleði