fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Eitt undarlegasta svikamál Íslands – Lygilegar hörmungar súkkulaðisvindlarans

Tobba Marinósdóttir, Sóley Guðmundsdóttir
Sunnudaginn 14. júní 2020 19:00

Súkkulaðisvindlarinn Fékk samstarfsfólk til að safna stórfé.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö alvarleg mál hafa komið upp síðastliðnar vikur þar sem konum er gefið að sök að hafa annars vegar villt á sér heimildir með háskalegum hætti, í svokölluðu bakvarðarmáli, og hins vegar stolið umtalsverðum eigum og tugum milljóna af heilabiluðum systrum. Þegar rifjuð eru upp nokkur af þeim svikamálum sem komið hafa upp síðastliðin ár kemur orðið siðblinda upp í hugann. Algengt er að brotið sé á eldra fólki, veikum eða þeim sem lítið þekkja til í tilteknum geira sem svikarinn gerir sér upp sérfræðikunnáttu í.

Í nýjasta tölublaði DV er skoðað nokkur umdeildustu svikamál síðustu ára hérlendis. Eitt af þeim málum er mál lygasjúka súkkulaðisvindlarans.

Súkkulaðisvindlarinn

Karl Olgeirsson, starfsmaður hjá Nóa-Síríus, laug til um hörmungar innan fjölskyldunnar árið 2000. Söfnun var sett af stað til að hjálpa manninum í gegnum hörmungarnar. Svikin byrjuðu á því að súkkulaðisvindlarinn laug því að vinnufélögum að dóttir hans hefði slasast alvarlega í bílslysi og berðist fyrir lífi sínu á spítala í Svíþjóð.

Viku síðar kom hann til vinnu og tilkynnti að móðir hans hefði fallið skyndilega frá. Stuttu síðar átti dóttir hans að hafa látist eftir bílslysið í Svíþjóð. Í öllum hörmungunum ákvað súkkulaðisvindlarinn að segja frá því að hann saknaði síðari eiginkonu sinnar sem lést úr krabbameini eftir átta mánaða hjónaband þeirra. Starfsfólki NóaSíríus fannst nóg komið og ákvað að efna til söfnunar fyrir manninn.

Skjáskot/Tímarit.is

Mörg hundruð þúsundum var safnað. Það fóru að renna tvær grímur á samstarfsfólk hans þegar móðir hans var jörðuð í skyndingu. Farið var að grennslast fyrir um meinta jarðarför. Kannaðist enginn við umrædda konu og ekki var á dagskrá að jarða einhverja með nafni hennar.

DV hafði samband við súkkulaðisvindlarann á sínum tíma og viðurkenndi hann brot sín. „Ég verð að leita mér hjálpar. Þetta er eitthvað sjúklegt sem ég ræð ekki við. Mig vantaði peninga og því spann ég söguna upp,“ sagði súkkulaðisvindlarinn, sem leitaði sér í kjölfarið meðferðar við lygasýki.

Karl er einn af fáum svikurum sem sýndu mikla eftirsjá og leituðu sér lygameðferðar.

Þetta er hluti af stærri umfjöllun sem birtist í nýjasta tölublaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Í gær

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni