fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Eigandi veitingastaðar taldi sig geta haldið partý

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 14. júní 2020 09:04

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitinga- og skemmtistaðir eiga að loka klukkan 23:00. Lögreglan lokaði veitingahúsi í miðbænum rúmlega hálf tvö í nótt. Rekstur var enn í gangi en eigandi staðarins taldi sig geta verið með einkasamkvæmi á barnum eftir lokun þar sem hann átti afmæli. Lögreglan lokaði staðnum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Um hálf tíu í gærkvöldi var tilkynnt um þrjá menn í annarlegu ástandi að slást í miðbænum. Einn maðurinn er sagður hafa verið að ógna öðrum með eggvopni. Mennirnir fóru ekki að fyrirmælum lögreglu á vettvangi. Þeir voru handteknir og vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Þó nokkrir ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi grunaðir um akstur bifreiðar undir áhrifum vímuefna.

Bifreið var stöðvuð í hverfi 110 um átta í gærkvöldi. Ökumaðurinn var að nota farsíma við akstur og einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og akstur án gildra ökuréttinda.

Frá klukkan fimm í gær til fimm í nótt voru 122 mál skráð hjá lögreglu og þar af voru rúmlega 25 mál vegna afskipta af hávaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“