fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Varar við umdeildum rólum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 13. júní 2020 13:02

Körfuróla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir vill vara við svokölluðum körfurólum. Rólurnar má finna á mörgum leiksvæðum og hafa þegar valdið nokkrum alvarlegum slysum hér á landi. Sonur hennar tvíhandleggsbrotnaði eftir að hafa verið að róla með nokkrum vinum sínum.

„Hann brotnaði eftir að hafa verið að róla með nokkrum öðrum. Þeir voru nokkrir saman að róla eins hátt og þeir gátu og minn „hoppar af“ en flækir höndina í og lendir illa. Fjórar vikur í gipsi,“ segir hún.

„Þegar mörg börn róla á einni rólu verður þyngdin meiri og rólan fer oftar en ekki hærra en „venjulegar“ rólur. Og krafturinn í „rólinu“ verður sterkari […] Þess vegna langar mig að biðja ykkur um að hafa augun opin þegar börn róla á rólu sem þessari,“ segir hún.

Rólurnar hafa verið mjög umdeildar og voru mikið til umræðu fyrir fimm árum, en sama ár urðu tvö alvarleg slys af völdum rólanna.

Sumarið 2015 missti drengur á grunnskólaaldri tvær tennur og slasaðist mjög illa í munni þegar hann fékk körfurólu í andlitið. Seinna um sumarið varð átta ára drengur fyrir rólu sem átta önnur börn sátu í. Hann hryggbrotnaði og þurfti að gangast undir aðgerð. Samkvæmt frétt Vísis um málið sögðu vakthafandi læknar við móður drengsins að þeir hefðu aldrei áður séð slíka áverka.

Móðirin vill vara sem flesta við og byrjaði á að deila færslu í Facebook-hópinn Mæðra Tips, sem hún gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila áfram með lesendum. Viðbrögðin í hópnum létu ekki á sér standa og hafa aðrar mæður svipaða sögu að segja af þessum rólum.

Ein móðir segir að sonur hennar braut á sér hendina í svona körfurólu í fyrra. Önnur móðir segir að hennar sonur fótbrotnaði mjög illa. „Fóturinn fór nánast í sundur fyrir neðan hné þegar hann fékk svona rólu í fótinn […] Hann hlaut taugaskaða og mun aldrei verða alveg góður,“ segir hún.

Samskonar slys hafa orðið í fleiri Evrópuríkjum, þar af eitt banaslys.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Marjorie Taylor Green gagnrýnir Trump harðlega – „Ég er pirruð“

Marjorie Taylor Green gagnrýnir Trump harðlega – „Ég er pirruð“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Útlínur sigurs okkar eru nú þegar augljósar“ segir ráðgjafi Pútíns – En vikan verður Rússum erfið

„Útlínur sigurs okkar eru nú þegar augljósar“ segir ráðgjafi Pútíns – En vikan verður Rússum erfið