fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Gunnar sakfelldur fyrir samræði við 14 ára stúlku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. júní 2020 16:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur þyngdi í dag, föstudaginn 12. júní dóm yfir rúmlega fertugum karlmanni, Gunnari Viðari Valdimarssyni, sem haustið 2018 var sakfelldur í héraðsdómi fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku. Gunnar var dæmdur í 15 mánaða fangelsi í héraðsdómi en Landsréttur þyngdi dóminn í 18 mánuði. Í héraði var Gunnar dæmdur til að greiða móður stúlkunnar 1,2 milljónir króna í miskabætur og stendur sá úrskurður óraskaður. Auk þess ber Gunnar kostnaðinn af áfrýjun málsins sem nemur tæplega einni milljón króna.

Atvikin áttu sér stað árið 2016. Gunnar var þá 37 ára en stúlkan 14 ára. Kynntust þau á snjallforritinu Snapchat og hittust í kjölfarið. Í kjölfar samskipta þeirra reyndi stúlkan að taka lífs sitt með stórum lyfjaskammti.

Framburður stúlkunnar var á þá leið að Gunnar hefði fengið hana til að hafa við sig munnmök og síðan haft við hana samfarir. Gerðist þetta tvisvar.

Gunnar neitaði þessu og sagði jafnframt að samræður þeirra á Shnapchat hefðu ekki verið af kynferðislegum toga. Hafi hann haldið stúlkuna vera mun eldri en áttað sig á aldri hennar eftir að þau hittust og þá bundið enda á kynnin.

Dómurinn taldi samskipti Gunnars og stúlkunnar á Facebook renna stoðum undir framburð stúlkunnar. Þá þótti framburður Gunnars um að hann hafi ekki vitað um ungan aldur stúlkunnar vera ótrúverðugar.

Í dómi héraðsdóms sagði meðal annars:

„Brotaþoli hefur verið trúverðug í framburði sínum fyrir dóminum. Er samfella í framburði hennar við rannsókn og meðferð málsins um meginatriði þess. Hefur brotaþoli ekki leitast við að bera aðrar sakir á ákærð en hér er ákært fyrir, svo sem eins og að hann hafi þvingað brotaþola til kynferðislegra athafna. Brotaþoli hefur fullyrt að hún hafi látið ákærða vita um aldur sinn í þeirra fyrstu samskiptum á samfélagsmiðlum. Þá hefur móðir brotaþola fullyrt að aldur brotaþola hafi komið fram á fésbókarsíðu brotaþola. Loks er til þess að líta að ákærða var kunnugt um að brotaþoli væri […], sem var árinu eldri en brotaþoli. Þegar til þessara atriða er litið er sannað að ákærða hafi verið kunnugt um að brotaþoli væri einungis 14 ára að aldri er hún veitti ákærða munnmök og ákærði og brotaþoli höfðu samræði. Með vísan til þessa verður ákærði sakfelldur samkvæmt ákæru og er háttsemi hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru.“

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“