fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Kvartaði undan ónógu kynlífi og réðst á sambýliskonu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. júní 2020 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var þann 10. júní sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir ofbeldi gegn sambýliskonu sinni. Atvikið átti sér stað þann 25. júlí 2019 á þáverandi heimili fólksins.

Maðurinn var reiður konunni vegna, að hans sögn, ónógs kynlífs í sambandinu. Var hann sakaður um að hafa snúið upp á hægri úlnlið henanr, slegið hana með viskustykki í bakið og gripið  með báðum höndum um háls hennar þannig að henni lá við köfnun. Konan hlaut við þetta mar á hægri úlnlið og punktablæðingar á hálsi með byrjandi mari. Auk þess var hún með klórför hægra megin á baki.

Maðurinn var ákærður fyrir heimilisofbeldi og fyrir brot gegn barnaverndarlögum þar sem ung dóttir hjónanna var sögð hafa horft á ofbeldið. Því neitaði ákærði og sagði barnið hafa verið sofandi í barnavagni á meðan atvikið átti sér stað.

Maðurinn var sakfelldur fyrir líkamsárás en taldist hvorki sekur um brot gegn barnaverndarlögum né um heimilisofbeldi. Taldist brot hans ekki samrýmast því sem stendur í 218. gr. hegningarlaga um heimilisofbeldi, en þar segir:

„Hver sem endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnar lífi, heilsu eða velferð núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, niðja síns eða niðja núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, áa síns, eða annarra sem búa með honum á heimili eða eru í hans umsjá, með ofbeldi, hótunum, frelsissviptingu, nauðung eða á annan hátt, skal sæta fangelsi allt að 6 árum.“

Þá þótti ósannað að barnið hefði orðið vitni að ofbeldinu.

Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann var dæmdur til að greiða helming sakarkostnaðar, tæplega hálfa milljón króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“
Fréttir
Í gær

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás