fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Nappaður í Njarðvík með barnapúður og barnaolíu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 12. júní 2020 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gær tilkynning um búðarhnupl í verslun í Njarðvík. Þegar lögreglu bar að garði var hinn grunaði enn á svæðinu. Í tilkynningu segir.

„Hinn fingralangi aðili var enn í versluninni þegar lögreglumenn komu á vettvang. Hafði viðkomandi hnuplað nokkrum hlutu,, þar á meðal barnapúðri og barnaolíu, og viðurkenndi verknaðinn við gerð vettvangsskýrslu.“ 

Í tilkynningu kemur enn fremur fram að í gærkvöldi hafi lögreglan handtekið ökumann sem hafði neitt fjögurra tegunda af fíkniefnum að því er sýnatökur bentu til. Játaði hann athæfið við skýrslutöku.

Lögregla handtók einnig eftirlýstan karlmann sem átti að færa fyrir dóm. Hann var með meint fíkniefni í dós sem hann henti frá sér viðhandtökuna. Eins hafði lögregla afskipti af tveimur ökumönnum sem voru ökuréttindalausir og sjö ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur.

Lögreglu barst svo tilkynning í vikunni um innbrot í bílskúr. Hinn grunaði braut rúðu til að komast inn en græddi aðeins lítilræði af peningum á verknaðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“
Fréttir
Í gær

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás