fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Íris skrifar um fituhlunka sem eru til vandræða: „Vandamálið er því ekki aðeins ógeðfellt heldur einnig mjög kostnaðarsamt“

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 24. nóvember 2017 22:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vandamálið er því ekki aðeins ógeðfellt heldur einnig mjög kostnaðarsamt.“

Þetta segir Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri fráveitu Veitna, í athyglisverðri grein í Fréttablaðinu í dag. Þar gerir Íris fituhlunka, eða „fatbergs“, að umtalsefni en hlunkar sem þessir eru sífellt stærra vandamál í fráveitukerfum um allan heim.

„Einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu þrífur heimilisfaðir steikarpönnu í eldhúsvaskinum eftir kvöldmatinn. Hann lætur heitt vatn renna um stund til að vera viss um að fitan setjist ekki í lagnirnar hans, heldur renni alveg út í götu. Annars staðar í borginni fær lítil snót hreina bleyju og í kjölfarið er blautþurrku sturtað niður í klósettið. Fitan af pönnunni og blautþurrkan mætast svo í fráveitukerfinu, bindast þar tryggðaböndum og sjá, fæddur er lítill fituhlunkur,“ segir Íris í greininni.

Hún bætir við að fituhlunkurinn komi sér vel fyrir í lögnunum og smám saman berist til hans meiri fita, fleiri þurrkur, tannþráður, bindi og eyrnapinnar svo dæmi séu tekin.

„Fituhlunkurinn stækkar og dafnar þar til hann er orðinn að stóru vandamáli sem stíflar lagnir og veldur miklum óþægindum og kostnaði.“

Íris bendir á að fituhlunkur hafi verið til vandræða í London fyrr á þessu ári en sá var 250 metra langur og yfir 140 tonn. Um tvo mánuði tekur að fjarlægja hann og reikna má með að það kosti hátt í 300 milljónir króna.

Íris nefnir einnig að hátt í 300 tonn af fitu séu fjarlægð úr skólpi í hreinsistöðvum Veitna við Ánanaust og Klettagarða. „Þessari fitu, sem meðal annars er olía og fita úr eldhúsum, þarf að farga og er það gert með endurvinnslu eða urðun. Fita er fljótandi þegar henni er hellt í vaskinn eftir að eldamennsku lýkur en þegar hún kemur í lagnirnar þykknar hún og stífnar og verður martröð í pípunum.“

Íris beinir því til fólks og segir að mun æskilegra sé að setja fituna beint í sorp eða endurvinnslu frekar en að fara með hana í gegnum fráveitukerfið með tilheyrandi kostnaði.

„Þrátt fyrir að fita hafi alltaf fundið sér leið í fráveitukerfið hefur fituhlunkavandinn aukist á undanförnum árum, ekki síst vegna mikillar aukningar í notkun á blautklútum af ýmsu tagi. Margir framleiðendur merkja þessa vöru sína „flushable?, það er, að óhætt sé að sturta henni niður í klósett. Sú er þó ekki raunin. Flestar þurrkur eru hannaðar til að þola mun meira en venjulegur klósettpappír og leysast því ekki upp á ferð sinni um kerfið.“

„Munum að ekkert af því sem skolað er niður um vaska eða sturtað niður í klósett hverfur. Allt endar þetta einhvers staðar. Það er okkar að velja bestu mögulegu leiðina. Hún liggur ekki í gegnum fráveituna nema um sé að ræða líkamlegan úrgang og klósettpappír.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku
Fréttir
Í gær

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn
Fréttir
Í gær

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“