fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Vantar þig nýja skó? Seljast líklega á 70 milljónir

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. júní 2020 22:00

Það eru svona skór sem verða boðnir upp. Mynd:Sotheby's

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok júlí verður par af Air Jordan 1 skóm selt á uppboði. Michael Jordan notaði skóna í leik með Chicago Bulls 1986 og er því um ansi merkilega skó að ræða fyrir þá sem hafa áhuga á körfubolta og notuðum skóm. Reiknað er með að 500.000 dollarar fáist fyrir skóna en það svarar til tæplega 70 milljóna íslenskra króna.

TMZ skýrir frá þessu. Nýlega seldist annað par, þessarar tegundar, fyrir enn hærri upphæð eða 560.000 dollara.

Jordan braut vinstri fót sinn í þriðja leik keppnistímabilsins 1985. Þetta batt næstum enda á feril hans en hann sneri tvíefldur aftur á völlinn sex vikum síðar. Þá hafði Nike framleitt nýja skó fyrir hann, með auka reim til að styðja betur við fótinn. Eftir fyrsta leikinn, þar sem Jordan skoraði 24 stig á 23 mínútum, gaf hann ungum aðdáanda skóna auk eiginhandaráritunar. Nú er þessi ungi aðdáandi, sem er ekki svo ungur lengur, tilbúinn til að selja skóna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“