fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024

Grimes selur sál sína til hæstbjóðanda

Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 29. maí 2020 14:20

Grimes selur eignaréttinn á hluta af sálu sinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er víst löglega hægt að selja sálu sína í dag, eins og söngkonan Grimes sýndi fram á á dögunum. Þetta kemur fram á vefmiðlinum Daily Mail. En hún hefur útbúið lögfest skjal með lögfræðingi sem geymir eignarétt á hluta af sál hennar. Það skiptir líklega öllu máli hvort þú heitir Jón eða séra Jón, hversu há upphæð fæst fyrir hverja prósentu af sálinni og má ætla að standi yfir verðstríð yfir sálarskjalinu hennar Grimes.

 

Söngkonan Grimes (32), sem heitir Claire Boucher, opnaði í gær listasýningu þar sem hún sýnir alheiminum teikningar, prentverk, ljósmyndir og hugmyndafræðileg verk eftir sjálfa sig. Mun sýningin bera nafnið „Selling out“ eða eins og það myndi kannski útleggjast á hinu ástkæra ylhýra, „Sjálfið á útsölu“.

Grimes hefur verið að skapa list í mörg ár en mun nú opna sína fyrstu gallerísýningu, í Maccarone Los Angeles. Sýningin stendur fram til 31. ágúst.

 

 

View this post on Instagram

 

🧝🏻‍♀️🪐💊🐉 Too dead to die

A post shared by ꧁ ༒ Gℜiꪔ⃕es ༒꧂ (@grimes) on

Þó svo Grimes sé einna þekktust fyrir tónlistaferil sinn þá er myndrænn framsetning hennar sem tengist tónlistinni afar auðþekkjanleg. Sjálf lýsir hún stílnum sem beittu hrollvekju-anime. „Ég lít á sjálfa mig fyrst og fremst sem myndlistamann og mér hefur alltaf fundist frekar undarlegt að fólk þekki mig mikið frekar fyrir tónlistina mína.“

Titilverk sýningarinnar, sem nefnist „Kærasta milljarðamæringsins Elon Musk“ er sérlega forvitnilegt og torkennilegt. En um er að ræða lögfest skjal upp á prósentu af sál Grimes. Í verkinu skoðar Grimes frægðina og sjálfsmyndina og segir hún í samtali við Bloomberg að upphaflega hafi hún ekki viljað selja verkið. „Ég vildi ekki að neinn myndi kaupa verkið og hélt að ef við settum 10 milljónir bandaríkjadollara (um 1.400 milljónir ISK) á verkið þá myndi það ekki seljast.“

Grimes og Elon Musk.

En áhugi Grimes jókst sífellt þegar hún fór að skoða smáatriðin með lögfræðingi. „Því dýpra sem við köfuðum, því áhugaverðara varð þetta út frá heimspekilegu sjónarhorni.“ Hún fékk einnig aukinn áhuga á því að vinna að listsköpun með lögfræðingi. „Mér fannst hugmyndin um listaverk í formi lögfræðiskjals einfaldlega hljóma svo forvitnilega.“

Þó svo upphaflega hugmyndin hafi verið að selja verkið á 10 milljónir, þá hefur Grimes nú ákveðið að taka besta tilboðinu sem býðst. „Vill maður í alvöru, í núverandi ástandi, setja svo hátt verð á nokkuð?“ spyr hún og á við covid-19 faraldurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ekki ósnertanlegur í sumar þrátt fyrir eigin ummæli – Verður launahæstur næsta vetur

Ekki ósnertanlegur í sumar þrátt fyrir eigin ummæli – Verður launahæstur næsta vetur
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fernandes ekki viss hvað gerist næst – ,,Þarf að hugsa um mína framtíð“

Fernandes ekki viss hvað gerist næst – ,,Þarf að hugsa um mína framtíð“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.