fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

„Það er ekkert smekklausara en þegar að smitsjúkdómalæknir reynir að vera fyndinn!“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 19:18

Mynd - Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt í þessu var sérstökum fundi  Íslenskrar erfðagreiningar um COVID-19 að ljúka, en þar virðist hafa verið merkilega góð stemming, ræðumenn hafa allavega verið duglegir að grínast.

Á fundinum var veiran reædd á margan hátt af nokkrum sérfræðingum, Alma D. Möller landlæknir, Agnar Helgason mannerfðafræðingur, Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómadeildar LSH, Þórólfur Guðnason Sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir, Heilbrigðisráðherra Íslands komu fram. Þó var Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar, í sviðsljósinu, en hann var bæði fundarstjóri og með erindi.

Kári hefur verið ansi áberandi undanfarna daga, þá sérstaklega í kjölfar viðtals hans Í Kastljósi í gærkvöldi. Hann var iðinn við að grínast og skjóta á aðra ræðumenn, og fékk sjálfur skot á sig.

„Þá ættir þú Kári að rannsaka geðsjúkdóma!“

Agnar Helgason ræddi meðal ananrs um reynslu sína af sjúkdóminum, en hann smitaðist eins og margir í skíðaferð á Ítalíu. Áður en hann steig upp í pontu tjáði Kári sig um það að Agnar skyldi hafa farið erlendis.

„Ég ráðlagði honum mjög sterklega að fara ekki til Ítalíu, en alltaf þegar ég ráðlegg honum eitthvað þá gerir hann hið andstæða og því hefur líf hans gengið vel. Agnar varð samt lasinn. Töluvert lasnari en hann þorir að viðurkenna.“

Agnar leiðrétti hann og sagði að Kári hafi hvatt hann til að fara út í fyrstu, þar sem að hann væri „ungur og hraustur.“ Síðan hafi hann lýst áhyggjum eiginkonu sinnar og þá hafi Kári orðið smeykur. Þá kallaði Kári eitthvað fram í, en það heyrist ekki skýrt á hljóðupptöku, en það vakti alalvega upp hlátrarsköll. Eftir ræðu Agnars sagði Kári þetta:

„Þegar ég sagði einhverntíman við Agnar að mér þætti það sérstaklega viðeigandi og fallegt að hann skyldi rannsaka sjúkdómin sem hann fékk sjálfur, þá svaraði hann: „Þá ættir þú Kári að rannsaka geðsjúkdóma!“ “

„Það er ekkert smekklausara“

Í lok ræðu Más Kristjánssonar grínaðist hann lítlega um stjórnina sem hann hefði á Íslenskri Erfðagreiningu. Því svaraði Kári fullum hálsi:

„Það er ekkert smekklausara en þegar að smitsjúkdómalæknir reynir að vera fyndinn!“

„Ef maður er eins og þú Þórólfur“

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir sló einnig á létta strengi. Hann til dæmis grínaðist með að vera óvart farinn að tala um sig í þriðju persónu, sem sóttvarnalækni. Kári var ekki lengi að svara því:

„Ég verð bara að segja að ef maður er eins og þú Þórólfur, þá hlýtur að vera léttir að fá að tala um sig í þriðju persónu.“

Þá var Kári spurður út í mikið umrædda blokkun á símanúmeri Þórólfs.

„Það myndi engin heilvita maður afblokka Þórólf, það hvarlar ekki einu sinni að mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd