fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Einar útskýrir hvers vegna hann kallaði Kára ruglaðan: „Þetta var ekki illa meint“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 11:47

Í síðustu frétt um Einar var hann ranglega kallaður Einar Ósk. Það leiðréttist hér með.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þorsteinsson, spyrill Kastljóss, hefur fengið á sig töluverða gagnrýni fyrir framgöngu sína gegn Kára Stefánssyni í Kastljósi í gærkvöld. Aðrir telja þó að framganga hans hafi verið góð. Tekist er á um málið undir frétt DV um Kastljóssviðtalið. Einar er fyrst og fremst gagnrýndur fyrir þetta tilsvar: „Þú ert rosalega ruglaður, Kári!“

Sjá einnig: Allt á suðupunkti í netheimum eftir Kastljóssviðtalið við Kára

Einar segir að þetta hafi ekki verið illa meint og eingöngu sagt til að fanga augnablikið. Ummælin féllu í kjölfar þess að Kári sagðist vera búinn að blokka símanúmer Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis.

Yfirlýsing Einars vegna málsins er eftirfarandi:

„Beinar sjónvarpsútsendingar eru mismunandi miklar óvissuferðir. Viðtalið í gær við Kára Stefánsson var nokkuð óvenjulegt en um leið skemmtileg reynsla. Kári er einstakur maður sem talar tæpitungulaust. Það hefur ekki farið fram hjá mér að sumum þykir ég hafa sýnt Kára dónaskap með því að segja „þú ert ruglaður“. Það er vissulega óvenjulegt að segja svona en mér fannst á þessu augnabliki það að blokka símanúmer Þórólfs sóttvarnalæknis einfaldlega dáldið rugluð ákvörðun. En þetta var ekki illa meint. Og ekki sagt nema til að fanga augnablikið sem var svo furðulegt. Við Kári áttum gott spjall fyrir og eftir viðtalið. Ég byrjaði að afsaka mig aðeins fyrir hvað þetta varð óhefðbundið viðtal en Kári stoppaði mig og sagði mér að hætta að afsaka mig, ég hefði ekki gert neitt rangt. Þetta hefði verið gott viðtal.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skellinöðrukrakkar að æra fólk með hávaða – „Andskotans vespuhelvítin ykkar þið voruð að vekja barnið mitt“

Skellinöðrukrakkar að æra fólk með hávaða – „Andskotans vespuhelvítin ykkar þið voruð að vekja barnið mitt“
Fréttir
Í gær

Ágústa gekk hart fram gegn unglingsstúlkum sem maður hennar braut á – „Ég upplifði algjört hrun, af því að ég var búin að berjast svo mikið fyrir öllu“

Ágústa gekk hart fram gegn unglingsstúlkum sem maður hennar braut á – „Ég upplifði algjört hrun, af því að ég var búin að berjast svo mikið fyrir öllu“