fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Bláa Lónið segir upp 403 manns í dag

Tobba Marinósdóttir
Fimmtudaginn 28. maí 2020 09:29

Blá lónið boðar miklar uppsagnir í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum DV hyggst Bláa Lónið segja upp rúmlega 400 starfsmönnum í dag. 27 mars sagði fyrirtækinu upp 164 starfsmönnum svo eftir standa um tæplega 200 starfsmenn. Grímur Karl Sæmunsdsen forstjóri tilkynnti starfsfólki sínu þetta í dag en allir þeir stjórnendur og og starfsmenn sem ekki fá uppsögn í dag taka á sig launaklækkun. Þrátt fyrir mikla óvissu stendur til að opna Bláa Lónið um miðjan júní en lónið og hótel þess hafa verið lokuð.  Blá lónið hefur verið leiðandi í ferðamannaiðnaði Íslands um árabil og er eitt vinsælasta aðdráttarafl landsins.

Samkvæmt heimildum DV verður upplýsingafundur með starfsfólki í dag en vonast er til þess að hægt verði að ráða fólk til baka með breyttum aðstæðum.

Fréttin hefur verið uppðfærð í kjölfar fréttatilkynningar frá Bláa Lóninu. Sjá hér að neðan.

Bláa Lónið hefur gripið til aðgerða til að bregðast við miklum samdrætti og óvissu í ferðaþjónustu næstu misseri. Nú er orðið ljóst að áhrifin af Covid-19 eru miklu umfangsmeiri og langvinnari en væntingar voru um.

403 starfsmönnum verður sagt upp störfum frá og með næstu mánaðamótum, en Bláa Lónið vonast til að geta ráðið það starfsfólk sem sagt verður upp aftur til starfa þegar ytri aðstæður breytast til hins betra.  Laun þeirra starfsmanna sem ekki fá uppsögn verða skert, mest hjá forstjóra og stjórn um 30%, 25% hjá framkvæmdastjórn og minna hjá öðrum.

Þrátt fyrir mikla óvissu hefur verið ákveðið að opna allar starfsstöðvar Bláa Lónsins á ný þann 19. júní næstkomandi, eftir tæplega þriggja mánaða lokun en á því tímabili hefur fyrirtækið verið nær tekjulaust.

Markmið þeirra aðgerða sem Bláa Lónið hefur nú gripið til er að gera fyrirtækinu kleift að komast í gegnum þá óvissutíma sem framundan eru.  Bláa Lónið, sem leiðandi fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu, ætlar sér að taka þátt í viðspyrnu greinarinnar af fullum krafti þegar birta tekur að nýju.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skellinöðrukrakkar að æra fólk með hávaða – „Andskotans vespuhelvítin ykkar þið voruð að vekja barnið mitt“

Skellinöðrukrakkar að æra fólk með hávaða – „Andskotans vespuhelvítin ykkar þið voruð að vekja barnið mitt“
Fréttir
Í gær

Ágústa gekk hart fram gegn unglingsstúlkum sem maður hennar braut á – „Ég upplifði algjört hrun, af því að ég var búin að berjast svo mikið fyrir öllu“

Ágústa gekk hart fram gegn unglingsstúlkum sem maður hennar braut á – „Ég upplifði algjört hrun, af því að ég var búin að berjast svo mikið fyrir öllu“