fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Margdæmdur fyrir brot gegn konum – „Þú missir börnin hóran þín“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 26. maí 2020 14:39

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hótanir gegn barnsmóður sinni og brot gegn nálgunarbanni. Maðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi en dómara þóttu hótanir ekki eiga heima undir því ákvæði refsilaga og því ætti betur við að sakfella fyrir hótanir.

Ekki með þetta fokking kjaftæði

Brotin áttu sér stað fyrir þremur árum síðar. Maðurinn og barnsmóðir hans höfðu þá slitið samvistum og hún kominn í samband við nýjan mann.

Hann hafði þá samband við vinkonu barnsmóðurinnar, sem vildi svo til að var líka fyrrverandi sambýliskona hans sem hann átti barn með og hafði verið sakfelldur fyrir að beita ofbeldi, og í því símtali hafði hann uppi grófar hótanir á hendur barnsmóður sinni og bað vinkonuna að koma þeim til skila.

Meðal þess sem hann sagði í símtalinu og kemur fram í dómi er:

„[…] segðu henni að vera ekki með þetta fokking kjaftæði. Það er ekki ég sem er að eyðileggja þetta allt það er hún, ha. Og hún skal bara fokking koma með drengina í dag eða ég fokking stúta henni, ég er fokking ekki að djóka […]“

„Talaðu við þessa fokking hóru og segðu henni að fara segja mér fokking sannleikann bara að það endi ekki eins og með mig og þig, ha. Einn daginn á eftir að fokking snappa aftur á þetta fokking ógeð […]“

„[…]oooooooo mig langar að fokking drepa hana. Nenniru að fokking tala við hana og segja mér fokking sannleikann og hætta þessu fokking kjaftæði eða ég fokking brjálast.“

Þið feita gimpið eigið vel saman

Einnig var honum gefið að sök að brjóta gegn nálgunarbanni er hann setti sig í samband við barnsmóður sína með sms-skilaboðum og með því að pota“ í hana á Facebook.  Í skilaboðunum sem lögð voru fram fyrir dómi segir meðal annars:

„Þú missir börnin hóran þín. Þið feita gimpið eigið vel saman ógeðið þitt“

„Kærðu mig. Sendu mig í fangelsi. Fyrirgefðu hvernig fór hjá okkur. Að þu hafir leikið svona á mig. Ég trúði“

Í kjölfar þessa kvaðst barnsmóðirin hafa upplifað mikinn ótta og átt erfitt með að fara út úr húsi af ótta við að fyrrverandi væri að fylgjast með henni.

Karlmaðurinn bar því við fyrir dómi að hann hefði ekki vitað af nálgunarbanninu þegar hann sendi skilaboðin, hann hefði óvart potað í barnsmóður sína á Facebook og engin alvara hafi verið að baki hótunum hans. Hann hafi verið í mikilli neyslu en hafi síðan þá snúið við blaðinu, væri kvæntur og kominn í fasta vinnu.

Ekki heimilisofbeldi 

Líkt og áður var tekið fram þótti dómara brot mannsins ekki eiga heima undir heimilisofbeldisákvæði almennra hegningarlaga. Segir dómari um þetta atriði :

„Af frumvarpi til 4. gr. laga nr. 23/2016 sem varð að 218. gr. b. almennra hegningarlaga, verður ekki ótvírætt dregin sú ályktun að hótun eða hótanir, sem hér um ræðir, feli í sér brot á þeirri lagagrein. Ber að meta þann vafa ákærða til hagsbóta.“

Dómari leit til langs sakaferils mannsins þar sem hann hafði meðal annars ítrekað gerst sekur um brot gegn konum sem hann var í nánu sambandi með. Þeirra á meðal báðar barnsmæður hans en einnig önnur fyrrum kærasta, en einnig voru tilgreind fjölmörg önnur brot.

Afleiðingar hátternis mannsins höfðu mikil áhrif á barnsmóðurina sem er óvinnufær, glímir við mikinn kvíða, þunglyndi og áfallastreituröskun.

Refsing mannsins var óskilorðsbundin.

Hér má lesa dóminn í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Una Margrét slegin óhug vegna greinar blaðamanns Morgunblaðsins – „Hann er, sem sagt, að vara við lýðræðinu“

Una Margrét slegin óhug vegna greinar blaðamanns Morgunblaðsins – „Hann er, sem sagt, að vara við lýðræðinu“
Fréttir
Í gær

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu