fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

15 ára stöðvaður á rúntinum með félögunum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 26. maí 2020 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í nótt 15 ára dreng sem var á rúntinum með tveimur félögum sínum. Lögregla ræddi við foreldra drengjanna og var málið tilkynnt til barnaverndarnefndar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir enn fremur að margir ökumenn hafi verið staðnir að hraðakstri í umdæminu á síðustu dögum.

„Sá sem hraðast ók mældist á 139 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Hann var jafnframt grunaður um ölvunarakstur og var því handtekinn og færður á lögreglustöð.“

Einnig voru höfð afskipti af níu ökumönnum sem óku á negldum dekkjum og reyndust tveir þeirra ekki hafa ökuréttindi. Eins voru höfð afskipti af ökumanni sem var með tvö börn í aftursæti bifreiðar sinnar, annað í barnabílstól en hvorugt barnanna í öryggisbelti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“
Fréttir
Í gær

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga
Fréttir
Í gær

Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs

Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs