fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Steingrímur segir niðurstöður könnunar um kynferðislega áreitni og einelti á Alþingi sláandi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 19. maí 2020 14:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmönnum og starfsmönnum skrifstofu Alþingis voru í dag kynntar niðurstöður könnunar sem félagsvísindastofnun vann fyrir Alþingi á starfsumhverfi og vinnustaðamenningu á Alþingi. Samkvæmt Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, eru niðurstöðurnar sláandi og kalla á sameiginlegt átak starfsmanna þingsins til að bæta stöðuna.

 

Við upphaf þingfundar greindi Steingrímur frá könnuninni.

„Í dag þá var Alþingismönnum og starfsmönnum skrifstofu Alþingis kynntar niðurstöður viðamikillar könnunar sem félagsvísindastofnun vann fyrir Alþingi á starfsumhverfi og vinnustaðamenningu á Alþingi með sérstakri áherslu á hluti eins og einelti, kynferðislega áreitni og kynbundna áreitni. Þátttaka eða svörun voru með ágætum og niðurstöður sem á margan hátt eru sláandi gefa fullt tilefni til að fylgja þeim eftir af festu og bæta stöðu mála.

Undir því verki verða allir að leggja hönd á plóg, jafnt þingmenn sem starfsmenn, þingflokkar, fastanefndir og aðrir sem geta lagt sitt lið með það að markmið að bæta starfsumhverfi og vinnustaðamenningu á Alþingi og á skrifstofu þess.“

Niðurstöður könnunarinnar verða birtar á Alþingi síðar í dag eða á morgun samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska