fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Dýrt að reka Óskar úr Kópavoginum á þessu ári

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. maí 2020 10:00

Óskar Hrafn. © 365 ehf / Valgarður Gíslason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson er með samning við Breiðablik til næstu fjögurra ára en fyrstu tvö árin eru óuppsegjanleg. Þannig þyrfti Breiðablik að borga Óskari laun fram í október 2021 yrði hann rekinn á þessu ári.

Mikil trú er á störfum Óskars í Kópavogi og lagði félagið mikið á sig til að fá hann til starfa frá Gróttu. Hann náði frábærum árangri á Seltjarnarnesi og var eftirsóttur biti.

„Ég er með tvö eru ár sem eru óuppsegjanleg, tvö ár svo áfram. Auðvitað held ég að vera mín hjá Breiðablik verði eins löng og ég stend mig í starfi,“ sagði Óskar Hrafn í samtali við Hjörvar Hafliðason í Dr. Football.

Iðulega eru þjálfara samningar uppsegjanlegir eftir hvert tímabil en Óskar fær öryggi í starfi með þessu. Talsverð pressa er á Óskari enda var Ágúst Gylfason rekinn úr starfi eftir að hafa endað í öðru sæti tvö ár í röð.

„Það hefur enginn gefið mér neitt öryggi að ef við náum ekki árangri að þá sé ég með hreint blað í því, geti lifað án þess að standa mig,“ sagði Óskar Hrafn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við