fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Leit stendur enn yfir að skipverjanum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 18. maí 2020 22:04

Frá Vopnafirði/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leit stendur enn yfir að skipverjanum sem saknað er og talinn er hafa fallið fyrir borð af fiskiskipi á leið þess til hafnar í Vopnafirði. Leit björgunarsveitarinnar Vopna á Vopnafirði og Landhelgisgæslunnar með þyrlu og fulltingi fimm kafara stendur yfir (Kl. 22). Gert er ráð fyrir að leit haldi áfram framundir miðnætti og byrji að nýju með morgninum, hafi leit þá ekki skilað árangri.

Klukkan tvö í dag barst tilkynning til Lögreglunnar á Austurlandi um að skipverja væri saknað af fiskiskipi eftir að skipið kom til hafnar í Vopnafirði. Leit hófst í kjölfarið og stendur enn. Björgunarsveitin Vopni á Vopnafirði  kemur að leitinni með björgunarskip auk þess sem fjörur eru gengnar. Þá er von á þyrlu Landhelgisgæslunnar og með henni kafarar Landhelgisgæslunnar.

Þetta kemur fram í tilkynningum frá Lögreglunni á Austurlandi en búast má við næstu tilkynning um tíuleytið í fyrramálið (þriðjudagsmorgun).

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska