fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Engin refsing fyrir kynferðisbrot gegn 16 ára samstarfskonu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 18. maí 2020 16:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var í dag sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn 16 ára stúlku fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Þann 28. janúar árið 2018 kom 16 ára stúlka á lögreglustöð í fylgd stjúpföður síns og kærði samstarfsmann fyrir kynferðislega áreitni á vinnustað þeirra, sem var verslun. Sagði hún manninn meðal annars hafa tekið utan um hana, klipið í brjóst hennar utanklæða og slegið hana í rassinn. Áreitnin hafði staðið yfir í nokkurn tíma en hætt nokkrum vikum fyrir tilkynninguna til lögreglu, eftir að stjúpfaðir stúlkunnar skarst í leikinn, kom á vinnustaðinn og krafðist þess að maðurinn yrði rekinn.

Áreitnin olli stúlkunni mikilli vanlíðan og varð meðal annars til þess að hún þoldi ekki lengur snertingu kærasta síns.

Í yfirheyrslum hjá lögreglu játaði maðurinn þessar ávirðingar að mestu en fyrir dómi lýsti hann yfir sakleysi. Í lögregluyfirheyrslum játaði hann girnd til barna og sagðist hafa leitað á systur sína er hún var á níunda ári. Í yfirheyrslum sagðist hann núna hrífast mest af ungum stúlkum á aldrinum 15-17 ára sem væru smávaxnar.

Stúlkan var hrædd við ákærða

Vitni voru að einhverri af áreitninni þó að hinn ákærði hafi eftir fremsta megni reynt að brjóta eingöngu á stúlkunni þegar enginn sá til. Þá sagði samstarfsmaður hans að hinn ákærði hafi alltaf verið „„perri“ í samskiptum við kvenkyns samstarfsmenn. Í fyrstu hafi hann verið meira að fíflast í Y, en framferði hans síðan ágerst og hann verið farinn að bjóða henni heim til sín „í kósý“. Að sögn B hafi ákærði iðulega faðmað Y þétt að sér, með mun innilegri hætti en eðlilegt gæti talist og farið höndum um líkama hennar. Henni hafi greinilega fundist þetta óþægilegt, hún verið hrædd við ákærða og þreytt á óviðeigandi bröndurum hans,“ segir í texta dómsins, þar sem Y táknar stúlkuna sem varð fyrir áreitninni og B samstarfsmann hins ákærða.

Kallaðir voru fyrir dóminn sérfræðingar í geðlækningum sem lögðu mat á ástand hins ákærða. Maðurinn er sagður glíma við væga þroskahömlun en skilja lög og reglur samfélagsins og þekkja muninn á réttu og röngu. Hann var því dæmdur sakhæfur. Hann er sagður haldinn barnagirnd sem beinist nú að ungum stúlkum. Með viðeigandi ramma og umhverfi og eftirliti fagaðila megi lágmarka verulega þá hættu sem stafi af barnagirnd hans.

Maðurinn var talinn sakhæfur en matsmenn töldu að refsing væri ekki líkleg til að bera árangur.

Manninum varð ekki gerð refsing en hann var dæmdur til að greiða stúlkunni 800.000 krónur í miskabætur. Einnig þarf hann að greiða allan sakarkostnað, samanlagt um 1.200 þúsund krónur.

Sjá dóm héraðsdóms

.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“