fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Fréttir

Ferðamenn eyddu 284 milljörðum á Íslandi á síðasta ári

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 18. maí 2020 13:27

Ferðamenn með töskur í eftirdragi eru algeng sjón í mörgum borgum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar eyddu erlendir ferðamenn um 284 milljörðum króna hérlendis árið 2019. Það svarar um 21,4 % af mældri einkaneyslu hér á landi á síðasta ári.  Upphæðin vísar til einkaneyslu sem Hagstofa skilgreinir sem öll neysluútgjöld heimila viðkomandi ríkis hvort sem neyslan fer fram innan landamæra þess ríkis eða ekki.

Fyrirferðamestu útgjaldaliðirnir meðal ferðamanna voru kaup á veitinga- og gistiþjónustu eða rúmlega 109 milljarðar. Þar undir fellur bæði gistiþjónusta og kaup á mat og drykk á veitingahúsum.

Tómstundir og menning er einnig fyrirferðamikill útgjaldaliður hjá ferðamönnum sem undir þann flokk fellur kaup á ýmis konar afþreyingu.

Tölur Hagstofunnar eru bráðabirgðaniðurstöður undir efnisflokknum tilraunatölfræði en er birt núna sökum COVID-19 aðstæðna til að mæta auknum þörfum notenda þessara upplýsinga.

 

Mynd af vef Hagstofu
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box
Fréttir
Í gær

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar