fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Tanya mætt til Alvotech

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 18. maí 2020 13:26

Tanya starfaði áður hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lyfjafyrirtækið Alvotech hefur ráðið Tanyu Zharov sem nýjan aðstoðarforstjóra fyrirtækisins. Tanya  mun meðal annars leiða starfsþróunar- og mannauðsmál Alvotech, verður rekstrarstjóri hátækniseturs á Íslandi og mun vinna náið með framkvæmdastjórn fyrirtækisins í áframhaldandi uppbyggingu þess á alþjóðavísu. Þetta kemur framm í fréttatilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér.

Tanya er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og á að baki farsælan feril sem stjórnandi og stjórnarmaður í íslenskum fyrirtækjum. Nú síðast starfaði hún sem aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í fjögur ár, var stofnandi og framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Auðar Capital og fyrrverandi meðeigandi og skattaráðgjafi hjá PricewaterhouseCoopers.

Í tilkynningunni segir Mark Levick forstjóri Alvotech það mikinn feng að hafa fengið Tanyu til liðs við Alvotech og býður hana velkomna til starfa. „Tanya er farsæll og reynslumikill stjórnandi og þekking hennar mun nýtast fyrirtækinu vel í áframhaldandi vexti.

Tanya Zharov aðstoðarforstjóri Alvotech segir það spennandi verkefni að koma inn í öflugan stjórnendahóp fyrirtækisins. „Alvotech er að festa sig í sessi sem eitt af leiðandi fyrirtækjum heims á sviði líftæknihliðstæðulyfja og ég er full tilhlökkunar að taka þátt í frekari þróun þess. Rauði þráðurinn í mínum starfsferli hefur meðal annars verið að vinna með frumvöðlum í uppbyggingu hátæknifyrirtækja og ég sé mjög áhugaverð vaxtartækifæri fyrir Alvotech á alþjóðavísu og til frekari fjárfestinga í íslensku atvinnulífi,“ kemur fram í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska