74 mál voru bókuð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 17-05. Tveir voru vistaðir í fangageymslu.
Miðbær
Óskað var eftir aðstoð lögreglu í verslun í miðbænum og væru tveir menn handteknir og færðir til skýrslutöku. Annar aðilinn er grunaður um þjófnað úr versluninni á meðan hinn er grunaður um líkamsárás gegn starfsmanni verslunarinnar.
Karlmaður í miðbænum var handtekinn í annarlegu ástandi grunaður um kynferðislega áreitni gagnvart konu. Var maðurinn vistaður í fangageymslu. Nokkru síðar var lögregla aftur kölluð út í miðbænum. En þá höfðu tveir aðilar veist að ungum manni, tekið veski hans og reynt að neyða hann til að taka út peninga í hraðbanka.
Hafnarfjörður
Í Hafnarfirði var óskað eftir aðstoð lögreglu eftir að farsíma var stolið frá viðskiptavini veitingastaðs. Gerandinn þekktist á upptöku ur eftirlitsmyndavél og fór lögregla því tli þess grunaða og endurheimti símann.
Breiðholt
Starfsmaður matvöruverslunar óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna þjófnaðar. Grunaður fékk að frjáls að lokinni skýrslutöku.
Grafarvogur- Árbær – Grafarholt – Mosfellsbær
Tilkynnt um tilraun til innbrots í hverfi 116. Gerendur fundust ekki.
Í hverfi 110 var lögregla kölluð út vegna öskra og láta frá heimili. Þarna reyndist um heimilisofbeldi að ræða og var afgreitt samkvæmt verklagi lögreglu.
Í hverfi 112 var tilkynnt um blygðunarsemisbrot. Grunaður var handtekinn og færður á lögreglustöð.
Í hverfi 112 var tilkynnt um eignaspjöll (íkveikju) á sólpall. Ákveðinn maður grunaður um verknaðinn.