fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

Hvað má og hvað má ekki 4. maí?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 3. maí 2020 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðnætti tekur gildi fyrsti áfangi í afléttingu samkomubanns. Frekari tilslakanir verða síðan kynntar fyrir lok mánaðarins. Ekki eru allir með á hreinu hvað má og hvað má ekki eftir þennan fyrsta áfanga og mikilvægt er að kynna sér breytingarnar en gerð er ítarleg grein fyrir þeim í Auglýsingu um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, sem birt er á vef stjórnarráðs. 

Hér skal tæpt á nokkrum atriðum:

Fjöldi þeirra sem mega koma saman fer úr 20 upp í 50 og skal áfram gæta þess að ekki sé minna en tveir metrar á milli einstaklinga. Verslanir mega þó hleypa inn allt að 100 manns en þurfa að gæta að sótthreinsun og fjarlægð milli fólks.

Ýmis starfsemi sem krefst snertingar verður leyfð á ný, t.d.  læknisskoðanir, tannlæknaþjónusta, nuddstofur, hárgreiðsla, snyrtistofur og sjúkraþjálfun. Gæta þarf þess að tveggja metra fjarlægð sé milli viðskiptavina.

Framhaldsskólar og háskólar mega hafa opið aftur.

Skólasund verður leyft en almenningssundlaugar verða að öðru leyti lokaðar. Líkamsræktarstöðvar verða einnig lokaðar.

Æfingar og keppnir í skipulögðu íþróttastarfi eru heimilar án áhorfenda með takmörkunum:

„Í skipulögðu íþróttastarfi skulu snertingar vera óheimilar og halda skal 2 metra bili á milli einstak­linga. Notkun á sameiginlegum búnaði, einkum þeim sem snertur er með höndum, skal haldið í lágmarki og ber að sótthreinsa hann á milli notkunar.

Óheimilt er að nota búningsklefa, sturtuklefa og aðra inniaðstöðu en íþróttasal og salernis­aðstöðu.

Við skipulagt íþróttastarf innandyra mega ekki fleiri en fjórir einstaklingar æfa eða leika saman í einu rými, sem skal vera a.m.k. 800 m².

Við skipulagt íþróttastarf utandyra mega ekki fleiri en sjö einstaklingar æfa eða leika saman í hópi. Séu fleiri hópar við æfingar á sama svæði skal miða við að hver hópur hafi um 2.000 m² til umráða.“

Skemmtistaðir og krár verða áfram lokaðar en veitingastaðir sem selja áfengi mega hafa opið til kl. 23 öll kvöld vikunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári