fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Ólafur lýsir magnaðri reynslu sinni og Dorrit af kórónuveirunni – „Ég þurfti að láta matinn fyrir utan dyrnar hjá henni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 3. maí 2020 13:01

Mynd: Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, var í viðtali í Silfrinu í dag og greindi nokkuð frá einkahögum sínum. Dorrit Moussiaeff, eiginkona Ólafs, smitaðist af kórónuveirunni og af því leiddi að hún þurfti að vera í einangrun og hann í sóttkví. Ólafur segir í viðtalinu að sóttkvíin hafi verið hálfgerður léttir því hann hafi verið búinn að ferðast allt of mikið og það hafi verið gott að vera bara heima hjá sér og njóta náttúrunnar í Mosfellsbænum.

Dorrit er í áhættuhópi en hefur engu að síður náð bata frá COVID-19. Sjálfur fór Ólafur í nokkur smitpróf en þau reyndust öll neikvæð. „Dorrit var bara orðin lokuð inni í herbergi og ég varð að leggja matinn fyrir utan dyrnar hjá henni, passa að hún fengi eitthvað að borða og gat aldrei snert hana eða komið nálægt henni. Við vorum bara tvö ein í húsinu í Mosfellsbæ,“ segir Ólafur. Hann segir að fjölskyldan hafi keypt í matinn fyrir þau og skilið eftir fyrir utan húsdyrnar.

Ólafur segir að þessi einangrun hafi verið mögnuð lífsreynsla og hún sýni hvernig veira af þessu tagi getur umturnað lífi allra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd