fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Þyrla Landhelgisgæslu sótti veikan sjómann

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 27. apríl 2020 08:33

TF-EIR í Vestmannaeyjum í gær Mynd/Landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á ellefta tímanum í nótt til að sækja veikan sjómann til Vestmannaeyja og koma honum til Reykjavíkur á sjúkrahús. Maðurinn veiktist um borð í fiskiskipi rétt austan af Vestmannaeyjum. Skipið sigldi til Vestmannaeyja þar sem TR-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti manninn og flutti til Reykjavíkur þar sem honum var komið undir læknishendur.

Aftur var þyrla landhelgisgæslunnar kölluð út í nótt til að leita af tveimur göngumönnum sem ekki höfðu skilað sér til byggða. Var talið að þeir væru á göngu á Þverártindi. Þyrlan TFGRO lagði af stað frá Reykjavíkurflugvelli á þriðja tímanum í nótt og hafði áhöfnin meðferðis nætursjónauka, hitamyndavél og búnað til að finna farsíma. Göngumennirnir fundust fljótlega síðar, heilt á húfi, en það hafði seinkað upphaflegri ferðaáætlun og var því ekki í vanda. Þyrlan sneri því við og lenti aftur í Reykjavík.

Kristján Björn, flugvirkji og spilmaður, um borð í TF-GRO í nótt. Mynd/Landhelgisgæslan

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu