Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á ellefta tímanum í nótt til að sækja veikan sjómann til Vestmannaeyja og koma honum til Reykjavíkur á sjúkrahús. Maðurinn veiktist um borð í fiskiskipi rétt austan af Vestmannaeyjum. Skipið sigldi til Vestmannaeyja þar sem TR-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti manninn og flutti til Reykjavíkur þar sem honum var komið undir læknishendur.
Aftur var þyrla landhelgisgæslunnar kölluð út í nótt til að leita af tveimur göngumönnum sem ekki höfðu skilað sér til byggða. Var talið að þeir væru á göngu á Þverártindi. Þyrlan TF–GRO lagði af stað frá Reykjavíkurflugvelli á þriðja tímanum í nótt og hafði áhöfnin meðferðis nætursjónauka, hitamyndavél og búnað til að finna farsíma. Göngumennirnir fundust fljótlega síðar, heilt á húfi, en það hafði seinkað upphaflegri ferðaáætlun og var því ekki í vanda. Þyrlan sneri því við og lenti aftur í Reykjavík.