fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Ekið á barn í Garðabæ – Hjólreiðamaður datt af hjóli sínu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. apríl 2020 05:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjötta tímanum í gær var ekið á 12 ára dreng í Garðabæ. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Talið var að hann hefði fótbrotnað. Á ellefta tímanum í gærkvöldi datt hjólreiðamaður af hjóli sínu eftir að köttur hljóp í veg fyrir hann með þeim afleiðingum að honum fipaðist við hjólreiðarnar. Maðurinn var illa áttaður eftir slysið og kvartað undan verkjum í öxl og brjóstkassa. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild.

Um klukkan 21 var akstur bifhjólamanns stöðvaður á Vesturlandsvegi við Suðurlandsveg eftir að hraði hans mældist 164 km/klst en leyfður hámarkshraði þar er 80 km/klst. Ökumaðurinn var fluttur á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Fjórir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Þrír þeirra reyndust vera annað hvort sviptir ökuréttindum eða án ökuréttinda.

Síðdegis í gær var tilkynnt um þjófnað á tveimur reiðhjólum úr læstri geymslu í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði. Málið er í rannsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu