Gianluigi Buffon, markvörður Juventus hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Þetta kom fram á Tuttosport.
Buffon er 42 ára gamall en tímabilið verður hans nítjánda hjá félaginu.
Buffon tók stutt stop hjá PSG áður en hann snéri aftur til Juventus síðasta sumar.
Hann er varamarkvörður liðsins í dag og sættir sig við það enda kominn á aldur, Buffon var á sínum tíma einn besti markvörður í heimi.
Samningur Buffon er til eins árs en hann verður 43 ára þegar samningur hans tekur enda.