fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
433Sport

Á góðum stað eftir að hafa sagt upp á síðasta ári

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 18. apríl 2020 08:00

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnlaugur Jónsson er hvað þekktastur hér á landi fyrir afrek sín sem knattspyrnumaður. Harðjaxlinn frá Akranesi gerði það gott hér á landi í atvinnumennsku og með íslenska landsliðinu. Síðustu ár hefur hann starfað í heimi fótboltans en einnig í fjölmiðlum. Útvarpsþættir hans um íslenska tónlist á RÚV hafa notið vinsælda en undanfarin misseri hefur hann framleitt sjónvarpsþætti fyrir Sjónvarp Símans undir nafninu Áskorun.

Í þáttunum er rætt við afreksfólk í íþróttum sem hefur með einstöku hugarfari og þrautseigju sigrast á ólíkum áskorunum í gegnum lífið, innan vallar og utan. Fólk heima í stofu fær að sjá hliðar, sem fáir ef nokkrir þekkja, að baki sögum sem flestir hafa heyrt; kynnast manneskjunni undir búningnum. Rætt er við samstarfsfólk, fjölskyldu og vini og kafað undir yfirborðið í sögu hvers og eins. „Þetta á sér langan aðdraganda. Ég fékk hugmyndina í byrjun árs 2018 en þá var ég atvinnulaus. RÚV var með Heimsmeistaramótið þetta árið og hafði ekki pláss fyrir meira efni. Stöð 2 tók mér svo ekkert sérstaklega vel, ég fékk ekki fundinn sem mér var lofað. Það æsti upp í mér að láta til skarar skríða. Ég fékk fund með Sagafilm sem tók vel í hugmyndina. Það tekur allt lengri tíma í sjónvarpi en útvarpi svo það fór hálft ár í að fá sjónvarpsstöð að borðinu til að hefja framleiðslu. Upptökur hófust í upphafi árs 2019 og hefur þetta því verið langt ferli,“ segir Gunnlaugur sem uppsker nú ríkulega þar sem þættirnir eru komnir í efnisveitu Símans.

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Flúði land eftir að hafa komið út úr skápnum
Þættirnir í þessari syrpu eru fimm en saga Inga Þórs Jónssonar er saga sem fáir þekkja. „Hann fer á Ólympíuleikana 1984 og keppir í sundi. Hann er ekki kominn út úr skápnum þá. Eftir leikana kemur hann út úr skápnum sem hommi en fer í raun inn í skápinn sem íþróttamaður. Hann skammaðist sín fyrir að vera íþróttamaður og hætti eftir leikana og flutti af landi í brott. Gerðist flugþjónn og það tók hann tuttugu ár að koma til baka sem íþróttamaður,“ segir Gunnlaugur um sögu Inga. Aðrir viðmælendur eru Elísabet Gunnarsdóttir, Tryggvi Snær Hlinason, Guðmundur Þ. Guðmundsson og Evrópumeistaralið Gerplu.

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Á góðum stað eftir að hafa sagt upp á síðasta ári
Gunnlaugur var þjálfari Þróttar í knattspyrnu en sagði starfi sínu lausu fyrir rúmu ári, hann hafði of margt á sinni könnu. Gunnlaugur var greindur með geðhvarfasýki 18 ára gamall. Sjúkdómurinn fór að gera vart við sig á meðan hann var í starfi hjá Þrótti.

„Það náðist að finna jafnvægi með tímanum. Það hefur sýnt sig að þetta var hárrétt ákvörðun. Þetta var of mikið, að vera í vinnslu á þessum þáttum og að þjálfa fótboltalið. Ég hef náð stöðugleika, sem
maður hefur leitað eftir. Það er gott stand á mér í dag, við stefnum á að halda því áfram.“

Ásamt því að starfa í fjölmiðlum er Gunnlaugur íþrótta- og verkefnastjóri Gróttu en langar þennan kraftmikla Skagamann að fara aftur í þjálfaraúlpuna? „Mig klæjar ekkert í puttana, það hefur verið falast eftir því að ég hjálpi til í yngri flokkum. Það yrði á mínum forsendum, í augnablikinu er hún ekki hávær þessi ástríða fyrir þjálfun. Hún blundar þarna undir niðri og maður útilokar ekkert.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta myndband af Trent vekur gríðarlega athygli

Þetta myndband af Trent vekur gríðarlega athygli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndband: Stríð meðal netverja eftir hið umdeilda atvik í Kópavogi – „Menn verða að hætta þessu“

Myndband: Stríð meðal netverja eftir hið umdeilda atvik í Kópavogi – „Menn verða að hætta þessu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Góðar og slæmar fréttir fyrir stuðningsmenn United í aðdraganda leiksins mikilvæga

Góðar og slæmar fréttir fyrir stuðningsmenn United í aðdraganda leiksins mikilvæga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Guardiola ætlar í slag við Slot um vinstri bakvörðinn

Guardiola ætlar í slag við Slot um vinstri bakvörðinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Umboðsmaður Klopp slekkur í nýjustu kjaftasögunum

Umboðsmaður Klopp slekkur í nýjustu kjaftasögunum
433Sport
Í gær

Tveir frægir menn gómaðir ölvaðir og örvaðir að spjalla við fyrirsætu – Öllu var lekið út

Tveir frægir menn gómaðir ölvaðir og örvaðir að spjalla við fyrirsætu – Öllu var lekið út
433Sport
Í gær

Will Still að landa áhugaverðu starfi á Englandi

Will Still að landa áhugaverðu starfi á Englandi