Bayern Munchen neitaði að kaupa Raphael Varane af Lens fyrir fimm milljónir evraárið 2011.
Þetta segir Willy Sagnol, fyrrum njósnari og leikmaður Bayern, en Varane hefur lengi verið einn öflugasti varnarmaður Evrópu.
Hann spilaði með Lens í Frakklandi á þessum tíma en Bayern nýtti sér ekki möguleikann á að kaupa leikmanninn.
,,Ég þekkti aðeins til í Lens og á 48 klukkutímum tókst mér að fá verðmiða og þar innifalið var möguleiki á að spila vináttuleik og allir gróðinn færi til Lens,“ sagði Sagnol.
,,Verðið hefði endað í fjórum til fimm milljónum evra. Þegar ég lét stjórnina fá skýrsluna þá var mér sagt að það væri of mikið fyrir 18 ára strák.“
,,Tveimur mánuðum seinna fór hann til Real Madrid fyrir 10 milljónir.“