John Barnes var betri leikmaður en Sadio Mane er í dag að sögn Steve Nicol, fyrrum leikmanns Liverpool.
Mane er einn allra besti leikmaður Englands í dag og spilar mikilvægt hlutverk í sóknarlínu liðsins.
Barnes var þó frábær leikmaður fyrir félagið á sínum tíma og vann deildina tvisvar.
,,Ég held að Sadio Mane sé heppinn vegna hvernig Liverpool spilar. Hans starf er í raun bara að halda sig á einum vallarhelmingi,“ sagði Nicol.
,,Já hann kemur til baka og hjálpar af og til en er í raun sagt að halda sig á sóknarhelmingnum og keyra á varnarmenn.“
,,Þegar kemur að Barnesy með boltann, upp á hans besta þá var hann betri en Mane.“