Tanguy Ndombele, leikmaður Tottenham, er sterklega að íhuga það að yfirgefa félagið fyrir næstu leiktíð.
Ndombele er ekki maður númer eitt hjá Jose Mourinho og hefur fengið gagnrýni opinberlega frá honum.
Nýlega bankaði Mourinho upp á hjá Ndombele og sagði honum að koma út að hlaupa þó að samkomubann væri í gildi.
Frakkinn hefur miklar áhyggjur af sambandinu við Mourinho og hefur þá aðeins spilað 943 mínútur í úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Ndombele er dýrasti leikmaður í sögu Tottenham en hann kom til félagsins síðasta sumar.
Greint er frá því að Barcelona hafi áhuga á Ndombele sem var fenginn til Tottenham af Mauricio Pochettino.