Daniele De Rossi, goðsögn Roma, var með möguleika á að ganga í raðir Manchester United á sínum tíma.
De Rossi lék nánast allan sinn feril með Roma en samdi við Boca Juniors í stuttan tíma áður en skórnir fóru á hilluna.
Hann sér ekki eftir að hafa hafnað United á ferlinum en er þó mikill aðdáandi félagsins.
,,Síðan ég var krakki þá hef ég elskað Manchester United,“ sagði De Rossi við Sky Sports.
,,Það var rétt ákvörðun að fara ekki til United því þar voru Roy Keane og Paul Scholes, magnaðir leikmenn.“
,,Á endanum vildi ég ganga í raðir Boca Juniors. Ég kaus ekki að yfirgefa Roma en leið eins og Guði hjá Boca.“