fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Sex á einu heimili í Seljahverfi með COVID-19

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 8. apríl 2020 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex einstaklingar í sjö manna fjölskyldu hafa greinst með COVID-19 sjúkdóminn. Þetta kemur fram í frétt trolli.is. 

Hjónin Lilja María Norðfjörð og Sigurður Ingi Einarsson búa í Seljahverfinu ásamt þremur af fjórum börnum sínum og tveimur tengdabörnum.  Þau hafa öll, nema Lilja, greinst með COVID-19.

Tengdasonur hjónanna, Arnar, fann fyrstur fyrir einkennum. Hann var slappur, með hita og niðurgang. Síðan missti hann bragðskynið og ákvað þá að fara í sýnatöku. Tengdadóttir hjónanna, Harpa, sýndi klassískari einkenni, hita, svita, mæði, verk í lungum og slappleika með niðurgang. Hún fékk hins vegar ekki að fara í sýnatöku. Harpa á systkini í áhættuhóp og þó hún búi ekki hjá tengdaforeldrum sínum að staðaldri þá treysti hún sér ekki heim til sín, ef hún skyldi vera smituð.

Synir hjónanna, Hemmi og Benóný höfðu líka báðir verið veikir.

Það var svo á mánudagskvöldi í lok mars að símtalið barst. Arnar var með COVID-19. Daginn eftir fór öll fjölskyldan í sýnatöku. Allir reyndust smitaðir nema Lilja.

„Daginn eftir tóku allir símar að hringja. Siggi með  Covid-19, Harpa með Covid-19, Benóný með Covid-19 og Hemmi með Covid-19.,“ segir í frásögn fjölskyldunnar.“

Fjölskyldan segir það lán í óláni að þau eru öll í þessu saman.

„Við höfum félagsskap hvert af öðru og yngri kynslóðin hefur verið óþreytandi við að finna upp á skemmtilegum hlutum til að gera og ríkir nokkurs konar kvöldvökustemming. Það geta þó ekki allir tekið þátt, stundum er einhver einfaldlega of slappur til að treysta sér og vera með og Lilja fær ekki að vera með vegna þess að við viljum ekki að hún smitist af því að hún er að hugsa um okkur og elda handa okkur.“ 

Lilja sefur í sérherbergi, virðir tveggja metra regluna og er dugleg að koma ekki of nálægt hinum fjölskyldumeðlimunum.

Frásögn fjölskyldunnar má lesa í heild sinni hjá Trölli.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Afhjúpanir í nýrri skýrslu – Trump-fjölskyldan hefur þénað milljarða dollara á forsetaembættinu

Afhjúpanir í nýrri skýrslu – Trump-fjölskyldan hefur þénað milljarða dollara á forsetaembættinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu
Fréttir
Í gær

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“
Fréttir
Í gær

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“