fbpx
Föstudagur 09.maí 2025

Þetta er það sem orsakaði slagsmálin á milli Kim og Kourtney Kardashian: „Ég mun bókstaflega fokka þér upp“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 27. mars 2020 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrstu þáttur átjándu seríu af raunveruleikaþáttunum fór í loftið í gær og er óhætt að segja að þátturinn hafi verið rafmagnaður. Í þættinum brjótast út slagsmál á milli systranna Kim og Kourtney Kardashian. Kim og Kourtney eru að rífast um vinnusiðferði þegar Kourtney stendur upp og gerir atlögu að Kim.

En hvað orsakaði þessi slagsmál? E! News greinir frá.

Erfitt að koma til baka eftir frí

Systurnar tóku frí frá framleiðslu þáttanna yfir sumarið. Síðan sneru þær aftur til að taka upp þættina, en sumar voru spenntari en aðrar. Kourtney sérstaklega var ekki spennt fyrir nýrri þáttaröð af KUWTK. Hún hafði eytt sumrinu á Ítalíu með börnunum sínum og hryllti tilhugsunin að eiga ekkert einkalíf lengur.

„Ég er ekki bara að taka upp fyrir okkar þátt í dag, ég er líka að taka upp fyrir Architectural Digest,“ segir Kourtney í þættinum í gær.

„Þannig það er verið að toga mig í mismunandi áttir og eftir að hafa verið í fríi í mánuð þá fæ ég kvíða að hugsa um að ég mun ekki fá neinn almennilegan frið. Það verða örugglega 40 manns heima hjá mér í dag.“

Kourtney varð kvíðnari með deginum og sagði við Khloé: „Ég vil í alvöru aldrei taka upp fyrir þáttinn aftur“

Rifrildi sem breyttist í slagsmál

Í þættinum á Kourtney í fleiri deilum við systur sínar sem ná hámarki í lok þáttarins. Kim, Khloé, Kourtney og Kendall Jenner eru að ræða saman og fara að tala um vinnusiðferði.

Kim fer að tala um systur þeirra, Kylie Jenner, og að hún gat ekki gengið á tískuvikunni í París vegna veikinda. Kim sagði að hún hefði gengið í sýningunni þrátt fyrir að vera við dauðans dyr og gaf svo í skyn að Kourtney og Kendall myndu ekki gera það sama.

Þá sagði Kourtney:

„Þú lætur eins og ég geri ekki! Þú hefur þessa skoðun á mér […] Ég mun bókstaflega fokka þér upp ef þú minnist á þetta aftur,“ sagði Kourtney mjög ákveðin við Kim.

Kourtney var enn reiðari þegar Kim glotti. Kourtney stóð þá upp og gerði atlögu að Kim.

„Ég mun bókstaflega fokka þér upp,“ sagði hún.

„Hvað í fokkanum er að þér,“ spurði þá hneyksluð Kim.  „Aldrei koma svona að mér. Ég sver til Guðs, ég mun kýla þig í andlitið.“

Systurnar skiptust á nokkrum svívirðingum og sló Kim Kourtney utan undir nokkrum sinnum.

Sjáðu hápunkti þáttarins í gær í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Svona komast Kínverjar fram hjá tollum Trump

Svona komast Kínverjar fram hjá tollum Trump
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.